Enívei… Akira er (að mínu mati) stórvirki eftir Katsuhiro Otomo (en ég skrifaði einmitt grein um Domu: A childs dream sem er einnig eftir hann!)
Upprunalega kom út mynd árið 1987 (á ensku árið 1991) og þótti vera mikið “break-through” svo við tölum á góðri íslensku! Ég sá hana í fyrsta skipti þegar ég var um 8 ára (var reyndar send inní herbergi því þetta þótti ekki við hæfi svona ungrar hnátu) og varð VOÐALEGA áhugasöm um leið! Ég hef verið anime fan frá því ég var pínulítil við sjónvarpið að horfa á “Heidi” eða “skot og mark”! Vissi reyndar ekki hvað það var en.. ojæja.. Fyrir svona tveimur árum ráfaði ég síðan inn í Geisladiskabúð Valda einmitt í leit að einhverri anime mynd og viti menn! Blasti Akira ekki við manni!! = )
Síðan kom fyrsta bókin ekki út fyrr en einhverntíman 2000 eða 2001 (veit því miður ekki nákvæma dagsetningu) á ensku og ég verð að segja að ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum!! Að mínu mati eru bækurnar þúsundsinnum betri en myndin! Og myndin er ekkert vond!! Sagan er 6 bindi, hvert öðru betra, og svo hræðilega spennandi að ég neyddist til að kaupa mér 4, 5 og 6 því þau virtust aldrei ætla að koma á bókasafnið!!
Jæja.. best að hafa eitthvað vit í þessari grein… svo
***** hugsanlegur spoiler *****
Sagan gerist sirka árið 2019 í “Neo-Tokyo” en um aldamótin varð stórt “slys” í Tokyo sem varð valdur af algerri eyðileggingu hennar og í rústunum reis Neo Tokyo!
Ef ég þyrfti að velja ein aðalpersónu mundi ég segja að það væri drengur að nafni Kaneda! Hann er svona höfuð einnar mótorhjólaklíkunnar borgarinnar! Eitt kvöldið þegar klíkan er í svona klíkubardaga við “The Clowns” lendir einn meðlimur hennar, Tetsuo, í slysi! Sá sem var valdur af því er lítill, hrukkóttur strákur (ekki ólíkur Yoda) sem er eitt af tilraunadýrum á rannsóknarstofum ríkisins! Löggan mætir á staðinn og tekur Tetsuo með sér á rannsóknarstofuna til að kanna áhrif “nr. 23” eins og krakkinn er líka kallaður!
Á rannsóknarstofunni er eitthvað fiktað í Tetsuo svo hann hlýtur yfirnáttúrulega hæfileika. Hann endar með að snúast á móti gömlu klíkunni og…
**** spoiler*****
drepur einn besta vin Kaneda!
**** end of this spoiler! ****
allaveganna.. ég ætla ekki að segja mikið meira! Nema bara auðvitað dæma þetta!
Myndin er að mínu mati ekki alveg nógu vel gerð eftir að maður hefur lesið bækurnar! Hún er svo stutt og á að ná yfir svo langan söguþráð! Þetta er eins og að setja LOTR í eina mynd! Stutta mynd meira að segja! Bara ekki fræðilegur möguleiki á að gera hana eins góða og hún gæti orðið!! Hún er annars voðalega vel unnin og svona “must see” mynd!
Bækurnar aftur á móti eru hrein snilld!! Persónurnar eru mikið nákvæmari, teikningarnar hrein listaverk og söguþráðurinn fær að njóta sín! Hvert bindi fær heldur manni “flipping non stop” (er ekki í stuði til að þýða enskusletturnar mínar í augnablikinu) og síðan VERÐUR maður að fá það næsta!
Eitt af því sem ég hef lengi dýrkað við Katsuhiro er að hann er ekki að fegra hlutina! Hann gerir ekki alla þvengmjóa og fallega, og sögurnar eru ekki svona “happily ever after” dæmi eins og oft vill henda! Fólk deyr, borgir rústast, það eru ekki allir annað hvort pure evil eða pure good! Þetta er voðalega raunsætt!!
**** hugsanlegum spoiler lokið *****
vona að einhver hafi haft gaman af þessu og hlaupi út í búð að kaupa Akira (sem kostar alveg 4000 kr eintakið en mér finnst það persónulega þess virði!)
Arasaka
"