TRIGUN Góðan dag.. ég vildi bara segja ykkur frá anime seríu sem ég sá nú um daginn..kallast TRIGUN (þó að þið séuð örruglega löngu búin að sjá hana og ég er geegt slow =_= ) En mér fannst hún mjög skemmtileg, fyndin, vel teiknuð og góðar persónur og eins og svo mikið anime þá flækist þetta líka soldið (en ekkert sem sterkur maður eins og ég get höndlað *hóst* ) Allavega, að ég vindi mér að söguþræðinum..
Þetta fjallar sem sagt um VASH the stampede, byssumann sem er svo ógurlegur að $$60.000.000.000 verðlaun eru veitt hverjum þeim sem ná honum. Hann er sagður hafa algjörlega rústað nokkrum borgum, þó að- ótrúlegt en satt- enginn meiddist! burtséð frá því, aðeins tvennt gerist fyrir þá sem verða á hans vegi- Þeir skríða burt í sárum sínum (aðallega sjálfum sér að kenna) eða þau ráfa í burtu, og eiga erfitt með að trúa því að svona þvílíkur Lúði geti verið maðurinn sem þau eru að leita að!

ég mæli með að þið leigið hana einhvern tíman og segið mér hvað ykkur fannst, þetta eru átta spólur, ýmist þrír eða fjórir þættir á hverri, þannig að þetta ætti ekki að taka mikinn tíma að horfa á (3 dagar hjá mér) Endilega segið eitthvað, lélegt hjá mér? ömurlegt? of stutt? kveð að bili..

-PAAC-