Sumir hérna hafa verið að velta fyrir sér hlutum eins og Anime klúbbi á Íslandi og reglulegar sýningar þess í sjónvarpi og á breiðtjaldi í kvikmyndahúsum. Það var til klúbbur hérna á Íslandi fyrir ca. tíu árum síðan, og hét hann Manga klúbburinn, og var ég meðlimur í þeim klúbbi. Starfsmenn í Nexus hafa ekki viljað kannast við þetta, þó svo að ég geti staðfest það að hann hafi verið starfrækur, til skamms tíma þó. Og hann var einmitt einungis starfrækur til skamms tíma vegna þess að fjöldinn hefur ekki áhuga á Anime. Flestir á Íslandi deila þeirri skoðun að teiknimyndir séu fyrir börn, þó svo að nokkrir fullorðnir horfi á þær af og til… einungis Disney að sjálfsögðu. Auk þess er ekkert auðvelt né ódýrt að verða sér út um Anime teiknimyndir. Sjáið bara verðið á þessu í Nexus, bæði Anime og Manga. Ég er nokkuð viss um að það væri hægt að setja upp deild innan t.d. Filmundar sérstakan Anime klúbb, sem að sýnir Anime teiknimyndir í fullri lengd, kannski einu sinni í mánuði, eða hálfsmánaðarlega. Í fullri lengd, og það varpað af filmu. Engin með viti vill borga sig inn í kvikmyndahús til þess að sjá DVD varpað á tjald. En það er ekki svo auðvelt að verða út um þessar filmur og það þarf einstaklinga sem eru tilbúnir til þess að tileinka miklum tíma í þetta, ef þetta á að virka. Hægt væri að tala við Filmundar menn, Nexus, japanska sendiráðið og eflaust fleiri sem huxanlega væru til í að styðja þetta. Persónulega hefði ég viljað blanda almennri japanskri kvikmyndagerð, nýlegri og klassískri, saman við sýningar á Anime, en það er víst ekki til umræðu hérna. En það yrði örugglega meiri grundvöllur fyrir því. Ég býð mér fram til þess.
Kio tsukete!