Domu: A child´s dream hmm.. mér finnst vanta kannski að það séu einhverjar svona greinar um manga bækur svo mér datt í hug að skella saman einni um bókina “Domu: A child´s dream” sem ég keypti mér um daginn! ég ætla mér að skrifa smá um söguna og líka um höfund hennar Katsuhiro Otomo!

Ég mun örugglega ekki skrifa mikið meira um bókina en það sem stendur aftaná henni en svona til að hafa allan varann á ætla ég að segja

*hugsanlegur SPOLER* svo ég verði ekki myrt.. :þ

Domu: A child´s dream gerist í blokkahverfi í Japan (Tokyo eða Kyoto að ég held.. ætla ekki að fullyrða neitt…) þar sem óeðlilega margir hafa framið sjálfsmorð með því að henda sér fram af þökum húsanna. Ástæða þess er að gamall elliær maður sem býr í hverfinu býr yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum og notar fólki í hverfinu sem dúkkur til að leika sér með. Svona heldur þetta áfram uns lítil stúlka með álíka hæfileika og gamli maðurinn flytur í hverfið. Þá verður hverfið að “battle arena” þessara tveggja…

Svona hljóðar eiginlega bakkápuskriftin á bókinni… en þetta er sagt um höfundinn… (í stórum dráttum)

Katsuhiro Otomo fæddist í apríl árið 1954 og ólst upp í Tome-gun! Snemma byrjaði Otomo að fá áhuga á myndum. Hans aðal áhugamál var að fara í bíó en hann þurfti að taka lest í 3 tíma til þess að komast í kvikmyndahúsið.
Þegar hann lauk skóla flutti hann til Tokyo til að verða myndasögu-teiknari. Fyrsta verkið sem var gefið út eftir hann var “Jyu-sei” (A Gun Report) sem sérstök útgáfa hjá hinu velþekkta myndasögublaði Action 4. október árið 1973.
Næstu sögur sem að Otomo skapaði voru smásögur sem spönnuðu blaðsíður á bilinu 20-30 og voru birtar aðallega í blaðinu Action. Þessum sögum var síðar safnað saman í safnbók sem innihélt sögurnar “Short Peace” (1979), “Highway Star” (1979), “Good Weather” (1981), “Hansel and Gretel” (1981), og “Boogie Woogie Waltz” (1982).
Nú fór áhugi Otomo að beinast að lengri sögum og árið 1979 byrjaði hann á verki sínu “Fire Ball” sem fjallaði um samskipti milli ofur-tölvu og manna. Otomo kláraði þó aldrei það verk en þó er það stór steinn í ferli hans… grunnurinn af Domu og skáldsögunni Akira!

Kannski þetta sé að verða of langt til að fólk nenni að lesa þetta… ojæja…

Í janúar árið 1980 hófst loks birting stórsögu Otomo, Domu, í blaði sem framhaldssaga. Domu fékk frábærar viðtökur og hefur verið flokkuð sem einn hornsteina mangasagna eins og þær tíðkast í dag. Otomo lagfærði síðan söguna seinna árið 1983 (bætti t.d. við nokkrum síðum) og hefur selst í yfir 500.000 eintökum víðsvegar um heiminn og er enn verið að endurútgefa hana.
Domu vann “Japan´s Science Fiction Gran Prix Award” árið 1983. Þessi verðlaun eru lík “Nebula” verðlaununum nema þessi eru einungis gefin einni bók ár hvert ekki til nokkurra í misjöfnum flokkum. Sumir sögðu að Domu hefði einungis unnið þetta vegna skorts á góðum vísindaskáldsögum þetta árið en Sakyo Komatsu sem er talinn af mörgum vera höfuðpaur (híhí..) Japanskra vísindaskáldhöfunda, sagði að Domu ætti þetta vel skilið!

(sammála því..!)

Allaveganna.. eftir Domu einbeitti Otomo sér að stórskáldsögunni “Akira” og endaði á því að gera hana yfir 2000 blaðsíður að lengd og u.þ.b. tvisvarsinnum stærri heldur en tíðkaðist á þessum tíma. Akira hélt Otomo vinnandi í yfir áratug (vóóóó)en hafa líka selst í milljónum út um allan heim!! =)=) Otomo leikstýrði síðan sjálfur gerð myndarinnar Akira sem kom út árið 1988!!! *á hana…*

þó Otomo hafi að mestu leiti horfið frá myndasögu bransanum þá hefur hann samið eina sögu síðasta áratuginn (The Legend of Mother Sarah) og leikstýrt myndum og sjónvarpsauglýsingum fyrir fyrirtæki s.s. Honda, Suntory og Canon. Og nú er líka að koma út nýja myndin hans “Metropolis” *jeeeeessss!!!*

allaveganna.. þetta ætti að duga.. vona bara að einhver hafi haft sig í gegnum þessa þvælu og orðið einhvers vísari… =)
"