Ég persónulega tel að áhuginn fyrir manga og anime sé til staðar, reyndar fíla flestir vinir mínir þetta og eru mjög spenntir fyrir þessu. Því miður ríkir almennur miskilningur á því að anime séu bara teiknmyndir sema séu fyrir börn. Þetta lið stendur fast á sýnu og neitar að sjá sannleikann um þetta, en það verður oft að éta það sem það hefur sagt ofan í sig þegar það fær að sjá “the real deal”.
Oftar en ekki eru þeir sem hafa ekki séð þetta mjög negatívir um gæði þess myndefnis sem við erum að horfa á og eru sumir hlutir sem gera anime fráhindrandi. Ég get tekið Það sem dæmi að frændi minn er á myndlistabraut í framhaldskóla, hann hefur alveg gríðanlgann áhuga á öllu myndrænu, en anime fynst honum asnalegt. Ástæðan er sú að persónunar hafa mjög stór augu! Punktur.
Það fer alveg hrykalega í tauganar á mér þegar þannig manneskja neitar að viðurkenna stórkostlega vandaða vinnu sem er margverðlaunur og ótrúlega mikilsmetin, vegna þess að augun eru ekki í réttum hlutföllum við raunveruleikann. Ég reyndi svo að útksýra fyrir honum að þætta væri táknrænt fyrir þennan kúltúr og ýmis önnur einkenni anime séu vegna þess að þessi stíll komi frá japan!
En nei, það breitti engu hvað ég sagði. Ég reyndi að benda homum á það að nútíma myndasögur(sem hann fílar svo mikið) eru alveg rosalega influensaraðar af japönskum teiknistíl. Ef ekki væri fyrir framförum japana væri þessi teiknistíll sem tíkast núna í dag í bandaríkjunum ekki til staðar. Þá sagði hann “og hvað með það” sem sannar það að fólk séi fífl.
Reyndar fíla flestir vinir mínir anime og slefa þegar ég sýni Þeim það sem ég er að fíla þá stundina, Ghost in the Shell og Blood the Last Vanpire eru myndir sem vinir mínir trúa varlaa að hægt sé að gera.
Sannleikurinn er bara sá að fólk í dag trúir því bara sem það sér og fær í hendunar. Enda halda flestir að Dinsey sé eina teiknimynda fyrirtæki í heiminum.
Það að fara sýna Anime í bíó yrði algjört flopp til að byrja með en ég held að með tímanum færi fólk að sjá “sannleikann” um það sem er í boði. Ef framboðið fyrir þessu myndefni væri til staðar og fólk sannfærðist um það að þetta sé list, þá gæti það farið að troðast inn í hausinn á því að það sé eitthvað varið í þetta.
Þetta verður auðvitað aldrey að veruleika ef við anime aðdáendur berjumst ekki fyrir þessu. Nexus stóð nú einusinni fyrir anime sýningum í bíó, ég tel það ekki vera erfitt að fá bíó eins og Háskólabíó að leifa sýningar á svona efni. Þetta gætti verið sniðugur þáttur í kvikmynda hátíðum. Það þarf bara að berjast fyrir því!
Takk fyrir.
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*