Yankee-kun to Megane-chan (Flunk Punk Rumble) Þetta er manga saga sem hefur held ég ekki verið gerð að anime. Sem er synd því þetta er verulega gott og fyndið manga.
Sagan heitir í þýðingu úr japanska nafninu: “Yankee-kun to Megane-chan” en í amerísku þýðingunni “Flunk Punk Rumble”.

Sagan fjallar um Shinagawa Daichi sem er “delinquent” eða “yankee” í High School. Hann vill helst ver bara látinn í friði í skólanum en “class rep”inn Adachi Hana vill endilega vera vinur hans þó Shinagawa vilji ekkert með hana hafa. Honum finnst hún hrikalega pirrandi en losnar ekki við hana svo þau verða bara vinir anyhow. Shinagawa kemst að því að Adachi er fyrrum “yankee” þó núna líti hún út fyrir að vera algjör nördi.

Verulega fyndin saga. Ef þú hefur húmor fyrir svona manga áttu eftir að vera í hláturskasti allan tíman.


Sagan er eftir: Yoshikawa Miki (sem var einusinni “assistant” hjá Mashima Hiro, sem gerði m.a. Fairy Tail.. )

og er flokkuð undir: Action, Comedy, Romance, School Life, Shounen, Slice Of Life


Mæli mjög með henni :D (og það er hægt að lesa hana á netinu)
sól sól skín á mig…..