Til: TestType - Það er fínt að horfa á anime í bíó með DVD - hef oft gert það :)
Ég nefnilega er svo heppin að búa ekki á Íslandi eins og er og þar sem ég bý er einmitt starfræktur svona anime klúbbur sem ég er í. Klúbburinn leigir þá bíósal yfirleitt yfir heila helgi svo er bara dagskrá frá 09:00 - 23:00 á kvöldin báða dagana, bara anime.
Svo eru líka haldnin búningarkeppni, þá kemur fólk klætt upp eins og uppáhaldspersónan sín og sá sem er með flottasta búninginn vinnur verðlaun t.d. einhverja anime spólu o.s.frv.
Svo er líka haldin teiknikeppni þá getur maður sent inn mynd og maður vinnur til verðlauna við það eins og við búningarkeppnina.
Svo er líka alltaf haldið uppboð, þá getur maður reynt að selja sínar spólur og ýmislegt annað og boðið í það sem aðrir eru að reyna að selja.
Þetta er ferlega skemmtilegt - heil helgi tileinkuð anime hugsið ykkur !
Það gengi kannski samt ekki að hafa það svona langt heima ég veit það ekki, allaveganna ekki ef ætti að leigja stóru bíóin. Væri kannski hægt að athuga með þessi gömlu eins og Tjarnarbíó o.s.frv.
En þetta er góð hugmynd sem á örugglega hljómgrunn heima á fróni. ég man þegar ég fór að sjá Prinsess Monoke í Háskólabíói þá var fullur salur og vel það.
Svo endilega athugið málið, athuga áhuga fyrir klúbb o.s.frv.
Kveðja Alfons
p.s. klúbburinn minn er einmitt með sýningu um helgina ;)
-Song of carrot game-