Hvernig er það, er ekki hægt að redda því að fá nokkrar góðar myndir í bíó?
Þetta er kanski ekki ofarlega á baugi hjá flestum á íslandi en hópurinn fer óðum stækkandi og væri ekki möguleoiki að pressa á rétta aðila og fá það fram?
Eða jafnvel bara koma einhverjum af okkur í Bíómyndavalshópinn :D
Fyrir mitt leyti væri ég þokkalega tiln í að sjá myndir eins og Ghost in the shell!!, My friend totoro, Akira, Vampire Hunter D, Ninja Scroll, Macross Plus the movie!! og fleiri snilldar myndir sem að ég nenni ekki að telja upp.
Hvernig er það, er einhver markaður fyrir þessu? Svona í alvöru talað?
Af því sem ég hef heyrt þá gekk Prinsess monoke alveg ágætlega í bíó. Þannig að öðrum myndum ætti alvega að ganga hérna.
Nú legg ég til að einhver snillingur setji upp heimasíðu þar sem hægt er að skrá sig og kennitölu og listinn síðan sendur til réttra manna og þeim sýnnt að áhugi sé fyrir þessu. Ef þetta væri gert þá mundi heimurinn brátt sjá Kaneda skjóta feitum laser á tetsuo og Major Motoko Kusanagi hoppa fram af byggingum og hverfa!
Hversu cool væri það!