Byrjunin
Tuttugasta og áttunda maí, 2004 var frumsýnt myndband að nafni AMV Hell. Fyrir þá sem ekki vita stendur AMV fyrir Anime Music Video. AMV er gamanmyndband byggt upp með mörgum stuttum AMV klippum. Snillingarnir Zarxrax og SSGWNBTD skrifuðu og bjuggu til þetta myndband. Með myndbandinu var annað myndband einnig frumsýnt á sama degi, að nafni ‘AMV Hell 2: The son of AMV Hell’. Þar voru myndbönd eftir sömu gaura en þeir ákváðu að setja nokkrar klippur sér þar sem þær voru einum of klúrar eða ógeðislegar fyrir suma.
Þetta var SPRENGJA. AMV Hell sópaði til sín verðlaunum, meðal annars ‘Best in show’ hjá Otakon og ‘Best comedy’ hjá animemusicvideos.org 2005 Viewers Choice Awards. Margir fóru að herma eftir og gera lík myndbönd, samansöfn af stuttum AMV klippum. Sumir segja að AMV Hell hafi búið til nýjan flokk Anime Music Video-a.
Þetta var langt frá því að vera búið
Meira en ári seinna, eftir heilt ár af vinnu, voru Zarxrax og SSGWNBTD búnir að fá um 60 manns í lið með sér og búnir að gera hið ótrúlega. AMV Hell 3: The Motion Picture. Já, gott fólk, kvikmynd. Klukkutími og tíu mínútur að lengd, AMV Hell er líklega eitt af lengstu AMV-um í sögu mannkyns… Þann tuttugasta og þriðja september, 2005 var þessi geðveika gamanmynd sýnd í fyrsta skipti, og fékk einnig geðveikar viðtökur. AMV Hell 3 vann ‘Best Multi-Editor Project’ í animemusicvideos.org 2006 Viewers Choice Awards.
Sama dag og AMV Hell 3 var frumsýnd fylgdi, aftur, myndband með klúrari og ógeðislegari klippum til að þurfa ekki að setja það ógeð inn í meistaraverkið. AMV Hell 0 kom til sögunnar. Zarxrax og SSGWNBTD hafa lýst því sem ‘Pure filth that shouldn’t be watched by anyone, ever.'
Keppnin
06/06/06 var frumsýnt AMV Hell: Championship Edition. Á síðunni þeirra hafði verið haldin tuttugu lota keppni sem gekk út á það að búa til fyndnasta, undir 30 sek. myndband við lagið sem var valið fyrir þá lotu. Í myndbandið komust síðan sigurvegararnir og nokkur fleiri myndbönd sem Zarxrax og SSGWNBTD líkaði við.
Endalokin
21. september, 2007. Síðasta AMV Hell. En. Þeir munu ekki deyja hljóðlega. Hellingur af fólki sendi inn meira en 1000 klippur og varð lokamyndbandið einn og hálfur klukkutími. ‘AMV Hell 3: The Motion Picture II: AMV Hell 4: The Last One’. Eins og þið sjáið eru núna bara um réttrúmar 2 vikur síðan AMV Hell 4 kom út svo að því miður er hún ekki búin að vinna nein verðlaun. Þetta er, hingað til, líklega umdeildasta AMV Hell hingað til; sumir drepast úr hlátri en aðrir eru mjög svektir. Sjálfur skil ég það ekki, ég horfði á AMV Hell 4 áðan og finnst hún toppa ALLT hingað til í AMV Hell seríunni. Sumir bara hafa ekki húmor fyrir þessu, eða eitthvað.
Að lokum
Að mínu mati er öll AMV Hell serían (fyrir utan kanski 0) mesta anima snilld sem hefur nokkurn tíman litið dagsljós á þessari bláu plánetu. Ef þú hefur nokkurntíman í lífi þínu komið nálægt einhverju anime-i eru þessi AMV fyrir þig.
Síða AMV Hell