Fyrir rúmum 2 árum ákvað ég að fara að venja mig á öllu sem tengdist hryllings——.
Byrjaði að horfa á hina og þessa myndina og lennti í því að horfa á mynd sem kærastinn minn vildi sjá (ég var rosalega á móti að sjá hana því mér fannst hugtakið of gróft osfr.) í lokin samþykkti ég að horfa á myndina og það var mín fyrsta upplifun af asískum hryllingsmyndum. Eftir að sjá myndina varð ég hooked á sögunni, keypti manga, special edition dvd og bókina sjálfa.

Nú til dags elska ég allt sem tengist hryllings sögum og þá helst manga því ég hef aldrei lesið jafn frumlegar og spennandi sögur og í hryllings manga og mig langar að mæla með nokkrum af mínum uppáhöldum.

Uzumaki
Mín fyrsta upplifun af Uzumaki var úr bók sem ég fékk í jólagjöf; The big book of manga.
http://pwbeat.publishersweekly.com/blog/wp-content/2006/10/Uzumaki.jpg
Ég heillaðist rosalega af þessari mynd, sérstaklega stílnum á teikningunni og hversu nákvæmt allt er teiknað.

Uzumaki er eftir Junji Ito. Hún fjallar um stelpu að nafni Kirie sem býr í bæ nálægt sjónum. Einn dag bendir kærasti hennar á það hversu óvenjulegur bærinn þeirra er, að hann er heltekinn af spírölum. Kirie tekur þessu ekki mjög alvarlega en eftir smá tíma byrjar hún að taka eftir þessu.

Uzumaki er skypt niður í þrjár bækur með 6-8 köflum í hverri bók. Hver kafli er saga um Kirie og fólkið í kring um hana og hver saga leiðir alltaf aftur á spíralinn. Þessar bækur eru hreint ótrúlegar að mínu mati en eru ekki fyrir þá sem geta ekki torgað gore því sumar sögurnar eru rosalega graphískar og óhugnalegar.

Uzumaki var gerð að bíómynd árið 2000 en ég mundi ekki kalla hana beint hryllingsmynd, það eru voða grafísk atriði í henni en í rauninni eru hún of skrýtin og hálf fyndin til að taka voða alvarlega.

Gyo
Önnur bók eftir Junji Ito. Þessa las ég fyrir nokkrum vikum, eins og Uzumaki er ótrúlega frumlegur söguþráður. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Gyo fjallar um Tadashi og kærustu hans Kaori. Þegar bókin byrjar eru þau í ferðalagi nálægt sjónum. Eitt kvöldið fer Kaori að finna einhverja ógeðslega lykt (hún hefur mjög næmt lyktarskyn) sem verður bara sterkari og sterkari. Tadashi tekur ekki mikið mark á henni og finnst hún vera að ýkja en eitt kvöldið þegar hann kemur heim úr búð finna þau ógeðslega veru, fisk með lappir.
http://weblogs.variety.com/bags_and_boards/gyo.jpg

Gyo er ein bók með 19 köflum og tveimur auka sögum. Þó að Gyo hafi verið ótrúlega spennandi þá finnst mér sú saga ekki hápunktur bókarinnar. Með bókinni fylgja tvær auka sögur; The sad tale of the principal post og The enigma og Amigara fault.

The enigma og Amigara fault er ein af fáu sögunum sem snerta mig rosalega. Daginn sem ég las hana gat ég ekki hugsað um neitt annað en það er líka ein af ástæðunum sem ég dýrka Junji Ito, maður lifir sig svo inn í þessar bækur.

Suicide Club
Þetta manga var gefið út á sama tíma og Suicide Club bíómyndin en fyrir utan byrjunar atriðið hafa þær nánast ekkert sameiginlegt.
Sagan byrjar á því að 54 skólastelpur takast í hendur og stökkva fyrir lest en ólík myndinni er ein sem lifir af.
Bókin snýst aðalega um Kyoko sem er besta vinkona stelpunar sem lifði af (Saya). Kyoko byrjar að ransaka slysið sem snýst einhvernveginn um klúbb sem Saya var í. Eftir “slysið” fer fólk að líta á Saya á annan hátt, fólk lítur á hana sem einhvernvegin verndar tákn og ekki líður að löngu þar til Kyoko fréttir að nýjum klúbb.

Suicide club kom út á sama tíma og Suicide Club myndin kom út á DVD. Bókin er eftir Usumaru Furuya. Myndirnar eru nokkuð hefbundnar fyrir hryllings manga en samt sem áður rosalega fallegar of vel teiknaðar.

The Drifting Classroom
Ég var rosalega heppin að finna þessa í Nexus um daginn, kannski ekki sú besta sem ég hef lesið (hef reyndar bara lesið fyrstu bókina) en allveg skemmtileg lesning samt sem áður.

Sagan byrjar á nokkuð venjulegum degi. Sho Takamatsu er orðinn daldið seinn í skólann. Skólinn fer framm eins og vanalega en svo lenda þau í jarðskjálfta. Eftir hann fara sumir að taka eftir breytingum, það er allt horfið nema skólinn. Þau eru stödd í óvenjulegu umhverfi með enga leið til að komast í samband við aðra.

Af því sem ég hef lesið af bókinni fjallar hún mikið um viðbrögð mismunandi einstaklinga við atvikið. Fyrsta bókin er aðalega um skólan að hverfa og viðbrögð krakkana en mér sýnist að það verði mikill söguþráður í kring um þetta, bíð spennt!

Bókin er eftir Kazuo Umezu og eru 8 bækur í allt. Það var gerð mynd byggð á þeim árið 1987.


Allavega, takk fyrir mig. Þetta er fyrsta greinin mín og ég vona bara að fólk hefur gaman af þessu. Geri kannski framhald með fleiri bókum seinna.