Með þessari grein langaði mig aðeins að benda á hversu lítið er lagt í manga hér á landi. Eins og margir vita er manga ekki viðurkennd teiknilist nema kanski í japan, en það er engin afsökun til þess að vanrækja manga fyrir þá sem hafa áhuga. Ég vissi ekki einu sinni hvað manga var fyr en mér var sagt frá því og það er heldur ekkert skrýtið. Aldrei sér maður “mikið úrval af manga” í bókatíðindum um jólin eða “ný sending af mangabókum” í auglýsingum frá bókabúðum. Svo eru mangabækurnar yfirleitt á litlum pappastandi aftarlega í búðinni, eins og t.d. í pennanum Smáralind og Kringlunni. Sem dæmi get ég farið í þessar búðir og ég man eftir þessum tíu bókum síðan seinast þegar ég fór þangað inn, vonandi að ég fyndi næstu bækur í seríunni sem ég er að lesa.
Jú reyndar er nexus með mjög gott úrval af manga, en því miður ekki jafn gott og það mætti vera. Þó er nexus sérverslun fyrir safnara og það segir til um hversu slæmt ástandið er hérna, að það sé næstum eingöngu hægt að finna það sem maður leitar að þar. Mér hefur oft verið bent á að það sé lang best að panta bækur á heimasíðu nexus, og mér finnst það bara fáránlegt að maður geti ekki bara gengið inní venjulega bókabúð til þess að kaupa sér bækur, hvort sem þær eru skrifaðar eða teiknaðar. Ég meina, það er alltaf til nóg af garfield eða calvin&hobbes í pennanum. Ég held að besta mangaúrvalið í bókabúðum pennans sé við Austurstræti, eða ss 3 eða 4 neðstu hillurnar á efstu hæðinni, flokkað undir fantasíur.
Uppáhalds serían mín, og sú sem ég les mest, er fushigi yugi. Ég kaupi mér bækurna um leið og ég sé þær og reyni að komast í þær eins og ég get, en ég hef samt bara geta keypt bækur eitt til þrjú, og svo fimm og sex. Ég fór í bókabúðina við Austurstræti í dag, og sá strax afganginn af bókunum síðan ég keypti bók númer tvö fyrir vinkonu mína í jólagjöf, í desember á seinasta ári. Þegar ég fór í nexus mjög snemma á árinu, fann ég bara bækurnar sem ég átti og svo númer fimm og upp í númer ellefu.
Vinkona mín hefur verið að safna guru guru pon-chan bókunum allt seinansta árið eða svo, og þó á hún bara fyrstu átta bækurnar, þrátt fyrir það að hún kaupir sér bækurnar um leið og það koma nýjar. Ein önnur vinkona mín fór til Bandaríkjanna í sumar og keypti sér einar 10 mangabækur, meðal annars fimm Oran Highschool og fleira sem er varla fáanlegt hérna held ég, nema maður geri sér auðvitað sérferð í nexus og gerist svo heppinn að réttu númerin séu til.
Það eru ekki bara lesbækur sem mér finnst vanta. Ég hef varla fundið teikni kennslubækur fyrir utan hræðilega lélegar bækur á 500kall. Ég hef prófað að kaupa mér þannig og ég lærði ekkert á því. Eina úrvalið er í raun í nexus, sem er bara því miður úr leið. Ég vil geta farið í bókabúð, keypt mér mangabækur í sömu ferð og ég fer kanski að versla föt og/eða bíó.
Ég var nú ekki að reyna að kvarta bara yfir venjulegum bókabúðum með þessari grein. Ég vildi bara segja að það á að vera sjálfsagt að geta gengið inn í venjulega bókabúð og koma að jafn miklu úrvali af manga og öðrum bókaflokkum. Það er alveg sjálfsagt að geta merkt við mangabækur í bókatíðindum, og líka alveg sjálfsagt að fólk beri bara meiri virðingu fyrir þessu, því manga er alveg jafn mikil list þó að sumir listamenn séu á öðru máli.
Ég vil sjá manga í sæmilegu úrvali, njótandi sömu virðingar og aðra bækur og viðurkennt sem list.
-Helga
just sayin'