Núna hafa sumir tekið eftir að þetta áhugamál í smá lægð, eins og gengur og gerist. Manga kom eins og stormur hér inn á Huga og fékk góðar og aktívar viðtökur. Margir kappkostuðu sig við að skrifa greinar um það sem þeim lá á hjarta og þá sérstaklega um uppáhaldsseríuna sína eða myndina sína. Og þar liggur vandamálið…
Af hverju virðast svona margir sem hafa skrifað greinar hérna vera haldnir þeirri ranghugmynd að þeir séu að gera einhverjum greiða eða vera eitthvað voða sniðugir með því að telja upp allan söguþráðinn á viðkomandi anime? Næstum því helmingurinn af innsendu greinunum hér á manga áhugamálin eru um það að einhver voðalega sniðugur er að skrifa um nákvæmlega ekkert nema söguþráðinn á einhverri mynd og þarmeð skemma hana fyrir þeim aumingja sálum sem að dettur í hug að villast inn á greinarnar?
Ef ég vill finna mér góða mynd, þá fer ég í Nexus eða eitthvert og finn mér hana þar, ekki eftir að hafa lesið allan söguþráðinn eftir einhvern hérna á huga sem oftast er fullur af villum og vitleysum.
Reynum að sýna aðeins meira hugmyndaflug og frumleika en bara það að copya allt sem stendur aftan á spóluhylkinu!!