Ég varð frekar vonsvikin að hafa ekki séð grein um anime og manga seríuna Cromartie High School, og ákvað ég þá að skella inn grein af einum fyndnasta og skemmtilegasta anime þætti sem ég hef nokkurn tíman séð.
Saga:
Takashi Kamiyama er fluttur úr sómasamlegum skóla yfir í skóla fullan af vélmennum, afbrotamönnum, górillum og útdauðum rokkstjörnum. Og það er ekki einu sinni byrjunin á ævintýri Kamiyamas.
Skólin er fullur af afbrotamönnum og þarf Takashi, sem áður var í virðum skóla með háar einkunir, að vinna sér inn virðingu nemendana. Hann eignast vini á borð við Shinjiro Hayashida, Takeshi Hokuto, Akira Maeda o.fl.
Smátt og smátt fara nemendur Cromartie Háskólans svo að virða Kamiyama og vini hans vegna snilligáfu hans sem þeir fatta í raun og veru ekki án frekari ítarlegari lýsingar.
Persónur:
Takashi Kamiyama
Takashi Kamiyama, eða Kamiyama var fluttur úr fyrrverandi skólanum sínum yfir í skóla fullan af afbrotamönnum og þarf hann að gera sitt besta til að vinna inn virðingu nemendana. Hann hefur það í hyggju að hjálpa nemendum skólans til betra. Kamiyama á sér leyndarmál, hann er grínisti sem skrifar og sendir brandara í útvarpið.
Shinjiro Hayashida
Hayashida er fyrsti vinur Kamiyama sem hann kynnist í Cromartie. Hann er með fjólublátt Mohawk hár sem sveiflast af og til. Hayashida er einn af afbrotamönnum Cromartie sem hjálpar Kamiyama í að blandast í frumskógar umhverfið Cromarties. Hann er í raun og veru mjög heimskur og fellur í nánast öllu í skólanum.
Akira Maeda
Maeda er með litla kunnáttu fyrir afbrotamensku. Hann er oftast hunsaður og sýndur virðingarleysi því hann skortir viðurnefni. Oftast mest íhaldsamasti vinur Kamiyamas. Honum er líka oft rænt af afbrotamönnum Bass High School og er oft óviljugur með að halda samkomur nemenda Cromartie Háskólans, heima hjá sér.
Shinichi Mechazawa
Einn af mest illu afbrotamönnum Cromartie. Þótt að hann sé vélmenni, tekur varla nein eftir því nema Kamiyama, Maeda og Hayashida og þar að auki hann sjálfur. Hann lendir í mótorhjólaslysi og Kamiyama og Hayashida gera við hann. Í raun og veru gerist hann að mótorhjóli, og betra en áður, hann verður gefin flugskeyti, eldflaugar og vængi. Hann á sér líka lítin bróður. Hann er einn/fimmti stærð Mechazawa. Litli bróðir Mechazawa heitir Mechazawa Beta eða Mini Mechazawa. Mechazawa Beta sem aðeins getur sagt “Meka-ratta” er að auki GSM sími.
Freddie
Hljóðlátur maður sem líkist Freddie Mercury verulega mikið, aðalsöngvari Queen. Þrátt fyrir að hann sé frekar hljóðlátur, þá heldur fólk að hann sé mállaus, þó að Freddie er í raun og veru með mjög góða söngrödd. Einu skiptin sem fólk fær að heyra rödd Freddies er þegar hann syngur. Hann ríður oft á risastórum hesti að nafni, Kokuryu.
Gorilla
Górilla sem birtist oft í Cromartie. Hann notar stundum úr og sumir telja hann vera vitrari en aðal persónunar. Hann er líka úrvals sushi kokkur.
Yutaka Takenouchi
Leiðtogi fyrsta árs nemenda Cromartie Highs. Þekktur fyrir að vera afskaplega hæfileikaríkur bardagamaður og áreiðanlegur félagi. Veikleiki hans er ógleði í farartækjum. En hann elskar þó skólaferðir og slíkt. En hann hatar að ferðast, því hann gerist veikur mjög auðveldlega, hann reynir að berjast fyrir því að æla ekki yfir allt fólkið sem ferðast með honum.
Takeshi Hokuto
Sonur stjórnaformans zaibatsu, sem er líka stjórnarformaður fyrir suma háskóla Japans. Hann notaði áhrif faðir sins til að ráða yfir hverjum og einasta skóla sem hann gengur í, þangað til hann kom í Cromartie, vegna mistaka. Hann klæðist líka röngum skóla lit(hvítum), þ.e. en sá sem er notaður í Cromartie (svartur). Þrátt fyrir rólegheit hans þá er hann ávalt að finna upp aðferðir til þess að ráða yfir skólanum, ef ekki, þá allri Japan eða jafnvel jörðinni. Vegna þæginda og lúxusins sem hann fær þá lítur hann á allt fólk lægra sett en hann sem skepnur eða eitthvað verra.
Hokuto lackey
Nafnlaus í seríunni. Hann hefur nafn, en engum er í raun sama um það, þar á meðal Hokuto sjálfur. Þeir minnast á hann sem “you” eða “other guy” eða bara einfaldlega “Hokutos lackey”. Það var deila á milli nemendana þegar hann sagðist ekki vilja vera kallaður “Hokutos lackey”. En í hvert skipti sem hann er að reyna að nefna nafn sitt kemur eitthvað fyrir og það gleymist.
Masked Takenouchi
Áður en hann kom í Cromartie var hann flugvélaræningi sem reyndi að stjórna og ræna flugvél sem átti að taka nemendur Cromartie Háskólans í skólaferð til Bandaríkjana. Hann er með víðáttufælni og er frekar órólegur í kringum ókunnuga. Hann klæðist glímukappa grímu, með kanji merki fyrir bamboo, fyrsti stafurinn í nafninu Takenouchi, sem fær alla til að halda að hann sé Takenouchi.
Yamaguchi Noburo
Leiðtogi fyrsta árs nemenda Destrade Háskólans. Viðurnefnið hans er “The Unsinkable Battleship” eða ósökkvandi orrustuskip/ið á góðri íslensku. Vinir hans telja hann hata brandara, þar sem hann er alltaf svo alvarlegur. En í raun er hann fágaður grínisti, þrátt fyrir brandarana sem vinir hans kjósa að segja og hlæja að. Hann sendir líka póstkort í útvarpið sem síðan er lesið upp. Hann skrifar sig inn sem “Ajishio Taro”, sem þýðir “Salt Boy”. Helsti keppinautur hans í útvarpinu er Kamiyama sem kallar sig “Honey Boy”.
Ég mæli eindregið með Cromartie High School, sem eru mikið fyrir steiktan og skemmtilegan húmor. Ef þú vilt fá að fræðast meira um anime þáttin er hægt að nálgast síðuna hér.
Enjoy, takk fyrir mig.