Smá djók, en ég kattamat þykir mjög gaman að senda inn greinar svo hér er ein enn. Tónlistar myndbönd er umræðan í þetta sinn. Ég og KRuSHMaN og fleiri erum búnir að vera að skemta okkur við að skoða tónlistar myndbönd sem notast við efni úr frægum japönskum teiknimyndum og flott lög sem allir fíla.
Ég held nú samt að aðal ástæðan fyrir því að KRuSHMaN fór að downloada þessum tónlistar myndböndum var sú að hann var að leita að efni með NGE og komst að því að á KaZaA er hægt að finna helling amatör efni, einstaklingar sem hafa gert myndböndin sjálfir. Maður verður þá svolítið öfundsjúkur út í þessa “Amatöra” sem virðast vera að pumpa út allskonar anime myndböndum og virðist NGE vera mjög vinsælt í þeim flokki, sem er auðvitað alveg frábært.
En það sem ég var að vonast til að fá fram með þessari grein er hvernig er þetta gert. Það hafa allir séð Gost In The Shell myndbandið er það ekki? Þetta virðist ekki vera alltof erfitt. Eða hvað?
Mér langar líka að lýsa ánægju minni yfir því hvernig allir virðast vera duglegir að senda inn greinar og skemmtilegar athugasemdir um Manga og Anime. Það er líka alveg frábært hve margir eru að senda inn greinar um góðar myndir og þætti, sem sniðugt væri að skoða.
Persónulega finnst mér ekkert of gaman að skrifa greinar um hvað mér þykir gaman að horfa á og hverju ég mæli með, en það er alltaf gaman að lesa um hvað öðrum finnst um það sem ég er að fíla. Annars rular Akira sem besta gamla myndin og Princess Mononoke er það besta í dag, auðvitað eru NGE bestu þættinir enda á ég alla seríuna
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*