Höfundur og teiknari er Rumiko Takashi
Bókin er um Fólkið sem býr í húsinu Maison ikkoku. Kyoko Otonaski er nýi “manager” í húsinu sem sagt húsráðandi,hún á hund sem heitir Soichiro, hann heitir sama nafni og fyrrverandi maður hennar sem er dáinn, Yusaku Godai, sem býr í húsinu verður ástfanginn af henni en gengur illa að sýna ást sýna til hennar því hann er hræddur við að gera það. Fólkið sem býr þar líka heita Yotsuya; hann er mjög dularfullur og enn er ekki vitað hvað hann gerir en vitað er að hann er alltaf að kíkja hjá stelpum eða að segja Njósna, Akemi; hún kemur stundum öðrum til vandræða og Mrs. Ichinose; hún býr með syni sínum Kentaro og manni sínum, ég man ekki alveg hvað hann hét því ég vissi ekki einu sinni að hann ætti heima þarna þar til seinna þegar:/ , Mrs. Ichinose er alltaf full og gerir alltaf fullt af lygasögum um Godai og Kyoko. Godai fær stax keppinaut, Mitaka sem er líka hrifin af Kyoko, Mitaka hefur allt sem konur myndu vilja nema að Godai veit veikleika hans, hann er hræddur við *****( fer ekki að segja það því þá gæti það skemmt það fyrir ykkur sem ekki hafa lesið það). Godai er student og gengur illa að læra því liðið í húsinu hafa alltaf partíin í herberginu hans svo hann getur aldrei lært. Honum gengur illa að finna sér vinnu vegna gengisins í skólanum. Kyoko saknar enn manninn sinn Soichiro og vill ekki byrja með öðrum strax því hún vill ekki særa hann( fatta samt ekki). Godai reynir að gera marga hluti til að segja henni að hann elskar hana sem ganga yfirleitt aldrei.
Þú myndi springa úr hlátri ef þú læsi bækurnar sem eru 14 talsins. Teikningarnar verða sífelt betri eftir hverri bók.
Ég gef bókinni ***** stjörnur.
Maison Ikkoku er bara ein og hrein snilld!!
Ef eitthvað vantar í greina sem ég hef gleymt bara segið mér!