Tengsl Manga og Anime Tengsl Manga og Anime:
Fyrst að manga áhugamálið er loksnins komið finnst mér sniðugt að senda inn stutta grein og fjalla aðeins um eins og fyrirsögnin segir tengsl manga og anime. Eins og flestir sem eru mikið fyrir manga og anime, reyndar eru sumur sem bara fíla anime, sem tengist oftast því að menn nenni ekki að lesa. Ég er reyndar algjör lestrar hestur og gaman þykir mér að lesa teiknimynda sögur. Ég byrjaði eins og flestir íslendingar að lesa Andrés Önd þegar ég var lítill og þótti manni það alger snilld, sem það ennþá er. Fyrsta svona allvöru teiknimynda seríann sem ég fór að fíla og lesa og kaupa alveg helling í var spawn myndasagan. Svoldið grófara en það sem maður var vanur og teiknistíllin var heldur sérstakur. Todd McFarlaine kallinn hafði nefnilega hannað sinn eiginn stíl sem að margir aðrir artistar fóru svo að taka upp eftir honum. Ein myndasögu sería sem ég fílaði lengi vel var X-men, sem leiddi nokkurn veginn að því að ég kynntist Manga. Skrítið? Allir sem “lesa” og “pæla” í manga ættu að vita þetta. Það sem flestir amerískir teiknarar vita er að manga artistar eru algjörir snillingar, ok flestir. Ef einhver tekur sér smá tíma og sest niður með tiltölulega nýtt X-men blað í hendi og eitthvað manga blað og ber stílinn samann þá ætti það að vera heldur auglóst að kananir hafa heldur betur verið duglegir að taka upp eftir japönunum. Sem dæmi má nefna hárið, svipbrygiði og hinar frægu action llínur og sjónarhorn sem japananir eru frægir fyrir. Hvernig tengist manga og anime, þetta þótti mér frekar sniðugt umræðu efni vegna tegnsl þess og rökræðanna varðandi hvað áhugamálið ætti að heita. Ég verð nú að nefna það að myndin sem virkilega henti mér inn í heim japönsku teiknimyndanna var Akira, nú á ég myndina á DVD og fyrstu tvær bækunar í Manga seríunni. Leikstjóri og höfundur Akira er enginn annar en snillingurinn Katsuhiro Otomo. Þarna er maður strax kominn með einn góðann punkt. Akira var upprunalega myndasögu sería, 6 bækur og allar gríðalega þykkar. Þetta eru ÞÚSUND og eitthvað blaðsíður minnir mig. Strax eftir að hafa lesið fyrstu tvær bækunar, sem nýlega er byrjað að gefa út á ensku, fynst manni eins og að Akira hefði geta verið 3 myndir eða kanski svona 10 þátta mini sería, sem er vel þekkt fyirbæri í Japan. Þetta skýrir kanski að hluta til hvernig það stóð á því að Akira varð svona frábær mynd, já, ég tel þetta vera ein af bestu myndum sem ég hef séð. Akira myndasögunni er lýst sem meistara verki af New York Times. Bara svona til að kjafta aðeins meira um manga þá þykir mér það sniðugt að nefna að Japan framleiðir cirka jafn mikið af teiknuðu efni(manga og anime) og allur heimurinn til samanns. Ég held reindar að ég hafi nefnt þetta áður. Stundum getur samspil manga og anime verið svolítið ruglandi. Tökum uber snilldina Neon Genesis Evangelion sem dæmi. Ég held að NGE hafi verið ein af vinsælustu.
teiknimynda seríum sem hafa gerðar verið í Japan. Gainax, fyrirtækið sem gerði seríunna, var í raun útskúfaður anime framleiðandi og þótti gera heldur “controvercial” myndir. Fyrir þá sem vita ekki hvað það er sem gerir evangelion svona sérstakt fyrirbæri, þá skal ég segja ykkur það að persónusköpunin er lykilatriðið. Áður en að NGE fór í framleiðslu var byrjað að gera manga seríu um NGE sem í raun er byggð á þáttunum, sem gerir hana svolítið ólíka. Það er Sadamoto Yoshiyuki, sem er karaktera hönnuður evangelion sem gerir mangað. Samt hefur Mangað aðeins öðruvísi söguþráð og útskýrir höfundurinn það þannig að Hann sjálfur og Hideaki Anno sé tveir mismunandi einstaklinar og þar af leiðandi verði persónulegur mismunur á sköpunarverkum þeirra. Ég mæli endilega með því að þeir sem hafa séð NGE og þyki sjór sögunnar vera aðeins of djúpur fari niður í Nexus og kaupi bækunar, líka er hægt að fá að leigja þær á bókasafninu.

Svona í lokinn langar mig að afsaka það hve þessi stutti pistill varð svona frekar langur, og vona að enginn hafi fengið of illt í augun við að lesa hann. Það væri alveg helvíti skemtilegt ef einhver væri svo sniðugur að benda á hitt og þetta sem mér hefur kanski yfirsést. Ég tek ENGA ábyrgð á því hve hinum og þessum þykir mínar skoðanir og stafsetningin verður bara eins og hún er.

Takk fyrir mig og verði ykkur að góðu!
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*