Image Entertainment
290 mínútur
Fyrsta útgáfuár 1991
Skapað af Mizuno Ryo
Þar sem mér fannst seinasta grein um þessa seríu ekki nógu lýsandi þá ætla ég að reyna að gera henni betri skil hér.
Til eru tvær seríur sem eru í gangi. Upprunalega serían heitir einfaldlega Record of Lodoss War(290mín) en hin heitir Record of Lodoss War:Chronicles of the heroic knight(600mín)
RoLW byrjaði sem roleplay campaign hjá nokkrum japönskum nemendum sem seinna meir skrifuðu söguna upp eftir spilinu.
Sagan fjallar um Parn, ungan mann sem dreymir um að verða riddari eins og faðir sinn sem dó í þjónustu konungs síns, Fahn. Hann býr á heimsálfu sem kallast Lodoss eða “The cursed island” eins og það víst þýðir. Einn dag lendir hann í því að verja stelpu, sem býr í þorpi hans, frá orkum(eða einhverju álíka) og endar það með því að drepa einn orkinn sem gerir það að verkum að orkarnir ráðast á heimabæ hans í hefndarskyni. Hann ásamt nokkrum ókunnugum aðilum og vini sínum Eto(Human priest), ná að verja bæinn. Þetta fólk er Deedlit(elven warrior), Ghim(Dwarven Warrior), og Slayn(Human Wizard). Eftir þetta ákveður Parn að yfirgefa heimabæ sinn, þar sem hann ætlar að komast að því afhverju orkarnir eru orðnir svona aggressívir og líka út af því að bærinn vill ekki hafa hann. Hann tekur brynju föður síns og kveikir í húsi sínu.
Eftir þetta byrjar ferð sem er epísk í hlutföllum. Til leiks koma Emperor Beld, Ashram, Karla og fleiri.
Mjög fáar seríur hafa náð að gera svona marga karaktera að househould names hjá mörgum anime fans. Til dæmis má treysta á það að það séu eflaust 1000 spilarar sem kalla sig Ashram í tölvuleikjum.
Mæli eindregið með því að fólk leigji sér spólurnar(6-8 spólur minnir mig) eða kaupi dvd diskana 2 í pakka sem kostar í kringum 50$. Fólk skal samt ekki horfa mikið á Chronicles of the Heroic knight. Hún er ekki framhald of RoLW heldur sjálfstæð frásögn af original sögunni. CotHK er einnig nákvæmari frásögn af sögunni en RoLW er samt talsvert betri skrifuð og talsetningin er miklu betri.
Einnig er talið að ástæða fyrir vinsældum seríunnar sé helst tveim karakterum að þakka, þeas Deedlit og Pirotess. Sérstaklega þar sem þessir tveir karakterar eru virkilega vinsælir meðal karlkyns Otaku.
Sagan er mjög klassík og minnir á gott Dungeon and Dragons sögu eins og þær gerast best. Hún er vel teiknuð en tónlistin mætti vera betri. Nokkur af titillögunum eru ágæt en ég mér fannst tónlistin í CotHK talsvert betri en í RoLW, sérstaklega þar sem tónlistin í RoLW er svolítið monotónísk.
*****
[------------------------------------]