Þangað til nokkrum árum seinna. Þá svona er maður búinn að horfa á nokkrar kvikmyndir og kíkja á nokkrar seríur (ekki lesið neitt Manga ennþá, bra tiltörulega nýlega gert e-ð að því) að ég áhveð að líta á þessa mynd aftur, bara svona uppá flippið, athuga hvort hún hafi verið jafn leiðinleg að mig minnti. Leigi hana og skelli í tækið… og verð bra nokkuð ánægður með það sem ég sé, greinilega að bernsku minningar þurfa ekki endilega alltaf að vera réttar .. :p
Annarz, þá gerizt Akira í Neo-Tokyo, 31 ári eftir að Tokyo var eyðilögð í Þriðju Heimstyrjöldinni. Borginn er á barmi upplausnar, stúdenta mótmæli á götum úti, mótorhjóla gengi berjast á vegunum og hryðjuverkamenn berjast gegn spilltri stjórn. Tveir æskuvinir, Kenada og Tetsuo, félagar í mótorhjóla-gengi, flækjast inní atburðarás þegar Tetsuo lendir í slysi eftir að hafa keyrt á strák útá götu á mótorhjólinu sínu og er tekinn burtu af hernum. Inní þetta blandast svo hryðjuverkamennirnir og Kenada sem reynir allt sem hann getur til-að bjarga vini sínum. Allt þetta virðist svo tengjast einhverjum Akira…
Ætla ekki að skrifa meira um plottið, (veit nú ekki hvort þetta sé nóg og skýrt en wtf, verður bara að hafa það.)
Það var verið að endurútgefa Akira með bættum myndum og hljóði núna í vor, ég mæli endilega með að fólk leigi hana þar sem hún telst ennþá vera breakthrough í Anime geiranum (bara varð að henda inn smá ensku slettu…) Hægt að leiga hana á DvD í Nexus (að mig minnir) og örugglega Laugarásvídeo líka..
Hérna er heimasíða um myndina.
http://www.akira2001.com
Enjoy
Ph'nglui mglw'nafh Cthulhu R'lyeh wgah'nagl fhtagn