Ef þú ættir að útskýra hest fyrir fólki sem “X” miðill kæmist þú ekki hjá því að flokka parta hans niður i einingar sem hver og ein hefur sín einkenni og sérkenni. Engin þeirra getur þó staðið ein og sér því að til að gera hest þarftu þær allar , annars ertu bara með eitthvað á borð við Hálf-hest eða eitthvað í þá áttina. Þetta er einmitt umræðuefnið í þessari grein en því skal vera skotið fram áður en hafist verður handa við dómskrif anime sería. Vissulega er þetta ekki nauðsinleg fræðigrein ef fræði mætti kalla því að flestir sætta sig vel við að ríða hestinum án þess að fara út í smáatriði , skap og líkamsbyggingar hans sem er þó allt spurning um áhuga en hafa verður í huga að til að hægt sé að dæma hestinn verðuru að hafa samanburð og til þess að koma hugsunum þínum niður á blað til birtingar þarftu að hafa þekkingu á efninu svo þú fólk skilji(?) rökin á bakvið dóminn.
Eins og flestir hafa nú getið sér til um er Hestur ekki umræðuefnið en það er einmitt okkar ástkæra áhugamál Anime ( Sleppi manga ) sem tekið verður fyrir.
Nú eins og allir ættu að vita eru til endalausar tegundir anime sería. Samt verður að flokka þetta svo áhuga/horfendur viti að laugin er fyllt með vatni ekki saltsýru áður en þeir hoppa útí. (Eins mans rusl er annars dýrgripur.)
Þegar leitast er eftir anime nota margir síður eins og t.d www.animenfo.com , www.anidb.net en þær eru einkum hentugar við leit á nýrri seríu til áhorfs. Síðurnar innihalda mjög þægileg leitarforrit og flest allt anime sem birt hefur verið er listað þarna með öllum tileirandi upplýsingum svo sem röddun , birtingaraðillar , myndlistamenn ,grafík hönnuðir og svo auðvitað höfundurinn sem allir áttu sinn þátt í gerð þáttanna. Það sem síðurnar skarta að auki er mjög gott flokkunar kerfi. Þetta er án efa einn besti fítus síðunnar en hún er góð leið við að finna anime við þitt hæfi advanced eða ekki. Flokkunin sem notast er við er eftirfarandi
Action | Adventure | Comedy | Drama | Ecchi | Fantasy | Game |
Historical Settings | Horror | Love-Romance | Magic | Martial Arts |
Mature | Mecha | Music | Mystery | Novel | School Life | Science-Fiction |
Shounen | Sports | Super Power | War | Hentai | Shoujo | Harem |
Vissulega eru til fleiri tegundir en þetta eru höfuð flokkarnir , restin getur verið af ýmsu tagi en flestir þeir eru þó undirflokkar annarra. Flestir þessa flokka þekjum við frá hversdagslegum hlutum svo sem bíómyndum og bókmenntum en anime eins og allt annað hefur sínar spes hliðar og Japanir eiga það einkum til að fara ótroðnar leiðir í tilraun sinni til að finna eitthvað nýtt og til eru milljón skrilljónir af gjörsamlega “absúrd efni” sem hvergi á þarna heima en hefur þó tekist að flokka það með nýum hugtökum en hér koma nokkur sem við heirum kannski ekki í daglegu tali.
Hentai
“The rules of nature are meaningless here, there are no limits my friend” - Guðjón / Piction
Þetta er eitt algengasta form anime nú til dags og eitt það þekktasta. Hentai er í mjög einföldum og vandræðalausum útreikningi jafna Klám.
Fyrir tilstilli internetsins hefur þetta fengið að fljóta með í einum af stærsta viðskiptageira veraldar þeas klámiðnaði og að sökum þessa dreifingar líta margir nú til dags anime undartekningalaust klám enda ekki skrítið þegar það sér ekkert annað. Hentai orðið notað sem lýsing á perraskap en fáir vita að ein af upprunalega meiningum orðsins er einfaldlega : Einkennileg hegðun karlmanna.
Japanir eru frægir fyrir perraskap en skoðanir þeirra á kynlífi sést glöggt þegar scrollað er yfir “myndbandið”. Hentai getur verið ógeðslegt sem og gullfallegt en það er gjörsamlega einstaklings bundið og takið eftir að ég myndi aldrei dæma mann af kynferðislegum áhuga hans hvort sem hann er ósmekklegur eða ekki. En eins og stendur stórum stöfum hér fyrir ofan er hentai teiknað og gilda því fáar reglur sem hjálpa eindregið við kynlífs kryddun hvort sem það er “Sex in space” eða eitthvað jafn asnalegt ( hugmyndaflugið brást ekki beint , heldur er of mikið , of absúrd efni sem tilheirir þessum flokk og engan vegin hægt að greina frá því í stuttu né löngu máli). Áður en þetta verður tekið fram í kommenti ætla ég að loka fyrir það með þessari yfirlýsingu : Yuri og Yaoi eru ekki yfirflokkar heldur hentai miðað fyrir samkynhneigt fólk
Ecchi
“Engin er verri þó hann sé perri” - Elín / Aye
Ég gleymi aldrei þegar mamma mín opnaði hurðina á herbergi mínu og óvænt komst í beint augnasamband við “Chi” ( Chobits ) sem stóð á nærbuxunum einum í tölvuskjánum mínum. Ég er mjög sjaldan vandræðalegur og skammast mín lítt eitt en þetta fór alveg með mig. Sem betur fer á ég mjög sveigjanlega foreldra og er ég guði þakklátur fyrir það en ekkert meira varð úr þessu en hlátur.
Ecchi getur verið svo mikið en ég ætla aðins að taka tvö dæmi framm til að gefa ykkur grunnhugmyndina.
Teiknuð nekt ( á góðri íslensku ? ) er mjög áhrifarík aðferð við að dípka söguna og getur haft mikil áhrif á persónu hvort sem áhorfandin verði fyrir sorg eða hamingju sem fer svo algerlega eftir efninu. Hún getur undirstrikað tilfinningar og hefur margar misunandi merkingar t.d fegurð. Hún getur einnig merkt meðaumkun og sorg lýsandi hryllingi sem heimurinn lifir við.
Teiknuð nekt getur og eins og Ecchi nafnið gefur til kynna verið smá perraleg og jafnvel í sumum tilfellum hjá strákum gefið manni “lift of” í orðsins fyllstu merkingu. Það er notað til að stríða áhorfanda hvort sem umtalað atriði sé heillandi eða alger viðbjóður. Ecchi er frábært á allan hátt og þeir sem ekki geta komist yfir það að efni þáttanna sé teiknað og geti því ekki horft á ecchi eru annað hvort mjög þröngsýnir eða virkilega vel upp aldir. Hver færi á mynd eins og “ In to the Blue” ef ekki væri fyrir þetta kroppa show og áttu félagar mínir í miklum erfiðleikum þegar Jessica Alba flaut í nærmynd fram hjá myndavélinni, samt skammast þeir sín ekkert. Og sé ég ekki af hverju ecchi ætti að vera eitthvað öðruvísi.
Mecha
“We call this the ‘Pew pew laser shows’”-Vífill / Ashlander
Einföld þýðing á þessu orði er bara mechanical , hvort sem þetta eru risastórir róbótar að berjast með tundurskeytum úti í geim hjá plánetunni “Þetta er mjög súrealíst” eða bara kall með skrúfjárn.
Anime í þessum flokki hefur eitthvað að gera með þessa tækni og er ekki mikið meira hægt að segja um það.
Shoujo
“Það var þá sem ég spurði sjálfan mig fyrst : Shit.. er ég hommi?”-Dóri / RaKKy
Margoft hefur þessi flokkur anime sería gjörsamlega snúði lífi mínu á hvolf. Þetta er mjög umdeilt efni en þó með því vinsælasta. Shoujo þýðir : Anime fyrir stelpur eða Stúlka.
Þó að þessi flokkur hafi upprunalega verið gerður fyrir stúlkur hefur sú staðhæfing ekki mikil völd en kynjahlutföllin eru strákunum í vil í þessu efni. Það sem einkennir “Shoujo” er þessi ofersterio típa , eftir seríuna virkar hún eins og kulnuð Rotary vél eftir að vera haldið í 11thús snúningum allan tímann og oftast með ótrúlegum árangri sem lýsir sér í ofur súrelískum atburðum oftast fylgjandi comedy á mjög háu stigi svo að áhorfandi veit valla hvort hann eigi að hlæja eða bara leggjast grátandi undir borð í andlegu áfalli , þetta er nútíma Shoujo. Undurfagrir karlmenn sem einkennast af fullkomnari kynleysu heilla kvenmenn og draga að sér mikinn hóp aðdáenda. Þar sem animeið er ennþá mikið stílað á kvenkyns virkar þetta eins og “reverse harem” í fyrstu en það venst þó enda hættirðu að verða fyrir áfalli eftir 1000asta blómaskreytta pósið á aðal stráknum gefandi karlkyns áhorfendum þá undarlegu tilfinningu að þeir séu í raun hluti af einu stóru samsæri og að þeir séu allir hommar. Shoujo er á hinn boginn mesti eye opener sem ég hef kynnst á æfini og eftir að hafa skoðað þetta eitthvað af viti verður maður ósjálfrátt fyrir einhverjum verulega undarlegum breytingum svo sem “opnari” karakter osfv. Ástæðurnar gætu verið margar en mikið umburðarlindi er sýnt í þáttunum og góðvild er alltaf einn mikilvægasti áhrifavaldur seríunnar svo að tenging gæti verið þar á milli. Shoujo skartar fullkomnum ímyndum og skilur eftir sig merki áhorfs við lok þáttraðana.
Shounen
“Spike vs. Naruto vs. Luffy vs. the world vs. you” -Vilhelm
Heimurinn stóð á öndinni þegar Luffy sigraði Crocodile í 3 tilraun með Gomu Gomu no Storm sprengjandi umhverfi sitt í tætlur ,þegar Sasuke viðurkenndi Naruto og síðast en ekki síst þegar Aizen sveik sálarsamfélagið og hóf sig á brott með illum öndum ( ? ). Þetta eru og voru án efa með frægustu bardögum sögunar sem þó gerðust aldrei. Já gott fólk þetta er Shounen.
Shounen má þýða sem strákur en “þetta” líkt og Shoujo var þetta fyrst gefið sem stráka efni þar sem seríurnar einkennast af ofbeldi og fleiru. Í Shounen eru engar reglur og náttúrulögmálin eiga sín lítils gegn miskunnarlausum penna höfundarins þegar Ichigo heggur húsaröð í sundur með broddinum á sverðinu og þó svo óraunhæft sé er þetta alveg stórkostfenglegt. Þú ert ekki að fara öskra í miðju bardaga áhorfi Nei ! .. Nei ! Stopp ! Þetta er ekki hægt ! Þú situr á sessu endanum með galopinn munn að drepast úr spenningi (jafnvel þó þú vitir útkomuna) og dáist af hetjum sögunar berjast fyrir lífi sínu og draumum á meðan þú óskar þess að fá sama tækifæri og þeir. Shounen sýnir þér hvað veruleikinn er ömurlegur og hve tilbreytingalaust lífið þitt er meira en nokkuð annað og þunglyndi leggst yfir þá sem átta sig á því að sama hve marga One piece þætti þú horfir á þá munu þeir á endanum klárast og líf þitt verður aftur eins og það var. Persónu Þróun er tekið á næsta þrep og aðal persónur seríunnar eiga það til að verða fáranlega “sterkir” á fáranlega stuttum tíma hvort sem persóna persónunnar breytist eða ekki.
Önnur mynd Shounen væri Harem en árátta karlmanna fyrir því sést vel í seríum þar sem yfir tíu stelpur allar ótrúlega flottar hlaupa á eftir lúða ársins. Þó Harem sé kannski niðrandi þýtt sem Kvennabúr geta þessar seríur skartað bráðfyndum húmor sem dansar í gegnum allt animeið hvort sem það er action eða light-romance. Shounen er ævintíri á vit Draumana
Þó svo að margir viti flest allt þetta nú þegar getur þetta hjalpað og útskýrt margt fyrir öðrum en ég bið fólk að sýna tillitsemi í svörum sínum.
Önnur ástæða fyrir þessari grein er að koma Review spamminu í gang en gott væri ef höfundar review's gæfu til kynna hvaða flokkum þeim fannst serían tilheira og gefa henni svo einkunn fyrir hvern gæðastuðul Svo sem Animation , Story , Entertainment , Music , Characters.
Ég biðst velvirðingar á stafsetningu en svefngalsi sýnir henni enga miskun.
Þá er þessu lokið hér :)