Bastard!! Sagan Bastard!! (1992) er gerð af Hagiwara Kazushi og er komið bæði manga og anime um þetta.

Sagan gerist í miðaldarlegum tímum þar sem mikið er um galdra og bardaga af öðru tagi. Ríkidæmi eru að verða lögð í rúst og eitt þeirra neyðist til að nota leynivopnið sitt. Fimmtán árum fyrr hafði sterkur galdramaður verið læstur inni í litlum strák að nafni Rushe og sálir þeirra farið saman. Aðeins getur honum verið sleppt með kossi hreinnar meyjar. Yoko hefur fylgt Rushe frá atvikinu og er það hún sem sleppir honum. Með kossinum rýs fram Dark Schneider, vondi galdramaðurinn. Nafn sögunnar bendir beint í hann því hann er bókstaflega ‘bastard’. Fólk byður hann um að bjarga ríkinu frá þessum ósköpum en hann einfaldlega neitar og snýr sér að þeim sem lokaði hann inni (sem er í samkomunni). Byrjar þar með sagan af Bastard!!
Árásirnar sem hafa verið gerðar er stjórnað af gömlum vinum Dark Schneider og ætla þeir sér stóra hluti. Meðal þeirra er ástkona Schneiders.

Persónur:
Dark Schneider: Öflugi galdramaðurinn sem var læstur inni í líkama ungs drengs. Aðeins getur hann notað eld og eldingar galdra.
Tia Noto Yoko: Hreina meyjin sem fyrst losar Dark Schneider úr álögunum.
Hæstiprestur Geo: Faðir Yoko og maðurinn sem læsti Dark Schneider inni.
Arches Ney: Ástkona Schneiders. Notar einungis eldingar galdra.
Margar aðrar persónur koma til sögu og hef ég ekki nefnt nærum því allar hér.

Allt í allt eru komnar 9 manga bækur og 6 þættir. Þættirnir heilluðu mig með þessum gamla anime stíl, hljóðin og allt hand-teiknað. Þó virðast þættirnir hafa hætt í miðju og veit ég ekki af hverju. Mangað er hins vegar búið að klára söguna. Aðeins er um nekt en annars er þetta góð saga með sennilega skemmtilegastu persónu sem ég hef séð lengi.
Skemmtilgt er að minnast á að höfundurinn byggði þetta á Dungeons&Dragons og galdraþulurnar eru textar úr gömlum metal lögum

<a href="http://en.wikipedia.org/wiki/Bastard%21%21">Bastard uplýsingar á Wikipedia</a