Jæja, þá er fresturinn runnin upp og kominn tími fyrir notendur áhugamálsins að kjósa um bestu myndina.

Ég ætla að byrja á að þakka þeim aðilum sem að teiknuðu og sentu inn myndir þó að fyrir varinn hafi verið frekar stuttur.

Inn voru sendar 7 myndir allt í allt, og hér fyrir neðan getið þið séð þær. Eftir skamma stund mun ég síðan setja upp könnun þar sem hægt verður að kjósa um sigurvegarann.

Myndirnar:

Alucard
Mynd af Alucard úr Hellsing þáttaröðunum.

Höfundur: spartill

Cutman
Lýsing höfundar á mynd: Ok ástæðan fyrir að ég gerði Cutman er að hann er uppáhalds
bossinn minn í Megaman seríuni svo að ég fannst bara fínt að senda hann í
keppnina :)

I hope you enjoy it!

Höfundur: Bisak

Daydreaming
Lýsing höfundar á mynd: Þetta er original persóna sem ég er að nota í sögu. Hún hefur svona rólegt andrúmsloft í kringum sig og aðra og ég vildi sýna það þannig með því að teikna hana í rólegu umhverfi og að hún hafi það notalegt, ég meina, hverjum finnst ekki geðveikt þægilegt að fara aftur í náttfötin sín og kúra uppí rúmi ^_^
Og dúkkan sem hún heldur á, er í raun strákur sem hún er leynilega hrifin af en af vissum ástæðum getur hún ekki sagt neinum.

Höfundur: Cassidy

Johnny
Lýsing höfundar á mynd: Þetta er myndasögupersónan mín, Johnny í aikido búning með sverð. Afhverju ?

Útaf mér finnst Aikido búningurinn flottur og Johnny er að æfa skilmingar og er góður með sverðið :D

Höfundur: 0902

Lily
Lýsing höfundar á mynd: Nýr stíll, nýr karakter og fyrsta skipti sem ég bleka áður en ég skanna.

Höfundur: Sickguy

I'm an elf

Höfundur: zakzi

FLUJA

Höfundur: FLUJA