Nú undanfarið hafa notendur áhugamálsins sent inn margar myndir sem að þeir hafa teiknað sjálfir, og hefur nokkur áhugi verið sýndur fyrir þáttöku í einhverskonar teiknikeppni. Því ætla ég að taka að mér að halda eina slíka keppni og ef að áhugi fyrir henni og þáttaka er mikil mun ég eflaust halda fleiri í framtíðinni.
Reglurnar eru eftirfarandi:
Svo lengi sem að innsend mynd kemur áhugamálinu við á einhvern hátt þá er hvað sem er í lagi. Myndir af persónum úr bóka- og þáttaröðum eru í lagi. Persónur búnar til af þátttakandanum sjálfum eru í lagi.
Aðeins ein mynd er leyfð á notanda.
Myndir verða að berast fyrir innsendingarfrestinn, sem er kl. 17:00 mánudaginn þann 2. Október.
Þegar að innsendingarfresturinn er búinn mun ég síðan senda inn grein sem að inniheldur allar innsendar myndir og setja upp skoðanakönnun þar sem að notendur áhugamálsins geta valið um sigurvegarann.
Kosningarfresturinn mun síðan verða fimm dagar frá eindaga, þ.e.a.s, atkvæði verða að berast fyrir kl. 17:00 laugardaginn þann 7. Október.
Í verðlaun fyrir sigurvegarann er síðan stórglæsileg fígúra af Sonozaki Mion, sem er persóna sem að allir kunnast eflaust við úr leikja- og þáttaröðinni “Higurashi no Naku Koro Ni”. Myndin sem að fylgir þessari grein er einmitt af umræddri fígúru.
Innsendingar berist í tölvupósti til Davidei@gmail.com og verður í póstinum að koma fram skjánafn þátttakandans á huga og nafn á innsendri mynd. Einnig væri sniðugt að hafa stutta lýsingu á myndinni sem að yrði síðan meðfylgjandi myndinni í greininni þar sem að innsendu myndirnar verða settar.
Að lokum ætla ég að taka fram að þar sem að ég get sjálfur lítið sem ekkert teiknað þá veit ég í raun ekki hversu langan tíma þið þurfið til að teikna eitthvað til að senda inn. Finnst ykkur tvær vikur vera of stuttur tími? Ef svo er þá er ég opinn fyrir breytingum á innsendingarfresti, og einnig hvet ég ykkur til að koma með hugmyndir og athugasemdir í sambandi við keppnina ef að þið hafið þær.