Negishi-san er frekar uppstökk unglingsstelpa. Besta vinkona hennar er Yoko og hún lifir að mestu leiti í gegnum Negishi-san.
Hoshino-kun er ákafleg hreinskilinn drengur með frekar einfaldan húmor. Besti vinur hans er Tsukahara sem er svona “svalur” gaur.
Fyrsta bókin byrjar á því að Hoshino býður Negishi út á stefnumót á mjög undarlegan máta. Hún veit ekkert hvað á að segja af því að hún veit varla hvað hann heitir og segir á endanum nei en Hoshino maldar í móinn og hún endar með því að ganga með honum heim eftir skóla.
Daginn eftir býður hann Negishi aftur út, en í þetta sinn á double-date með Yoko og Tsukahara. Yoko samþykir þetta fyrir þær báðar og Negishi fær ekkert um það að segja. Stefnumótið gengur vel og endar með því að Negishi fellur fyrir Hoshino.
Svo í afganginum af bókinni fær maður að fylgast með sambandinu þroskast, fyrsta kossinum og deginum sem Hoshino hittir fjölskyldu Negishi í fyrsta sinn svo maður nefni sumt.
Bækurnar fást í Pennanum í Smáralind.
Þetta eru mjög skemmtilegar bækur og ég mæli með þeim fyrir alla.
I apologize for any inconvinience due to my crazyness