Ég sá um daginn þessa æðislegu mynd Spirited Away, ætla aðeins að segja frá henni og gefa henni dóma.
Þessi mynd er eftir Hayao Miyakazi sem gerði t.d Princess Monoke sem er æðisleg mynd. (Skrifa kannski grein um hana)
Þessi mynd fékk mörg verðlaun svo sem Best Animated Feature Film; 75th Annual Academy Awards
# Best Film; 2001 Japanese Academy Awards
Myndin byrjar mjög rólega, Chihiro Ogino og foreldrar hennar eru að flytja. Pabbinn ákveður að taka einhverja krókaleið og þau enda hjá einvherskonar hofi. Þeim langar að labba inn en ekki Chihiro en svo fara þau auðvitað öll í gegn. Þegar þau eru komin í gegn er rosalega flottur garður og vatn í kring og í fjarska er bær. Þau labba í bæinn og foreldrar Chihiro breyttast í svín. Chihiro finnur fólk sem útskýrir hvað er að gerast. Ef hún gefur nafninu ekki upp og fær sér vinnu breytist hún í einvherskonar dýr. Yu-Babaa er illa nornin sem stjórnar þarna og á góða systur sem heitir Ziniiba (kemur fram seinna.) Allavena í staðinn fyrir nafnið Chihiro fær hún nafnið Sen. Hún byrjar smátt og smátt að gleyma alvöru nafninu sínu sem má ekki gerast. Hún hittir strák sem heitir Haku og man ekki ekta nafnið sitt. Hann vinnur fyrir Yu-Babaa. Kamajii er maður sem er með sex útlimi, hálfger köngulóarmaður sem hjálpar Sen oft. Rin vinnur með Sen og annast um hana, henni langar mest af öllu að taka lestina til annars heims (eins og flestum þarna).
Bou er algjör snillingur í myndinni hann er riiisa stórt barn sem er mjöög frekt. Yu-Babaa er móðir Bou. Baðhúsið sem að flestir vinna í er vinnu staður Sen og kemur mikið fram. Kaonashi eða “No-Face” er.. dularfullur maður (djöfull) sem að Sen býður í baðhúsið. Okusare-Sama er risastór sludge/stink skrímsli.
Ætla ekki segja meira í bili :]
Mæli rosalega með þessari mynd og fær því 9.2 hjá mér. Þessi mynd er fyrir alla aldurshópa og er ævintýramynd. Þótt þetta sé góð ævintýramynd ekki vera búast við miklu ofbeldi og göldrum og þannig.
Ef þið hafið ekki séð hana er málið að leigja sér hana eða redda sér hana á einn eða annan veg.
Takk fyrir mig,
Shadowfaxx