Ég hef ekki skrifað neina grein á þessu áhugamáli og mér datt í hug að skrifa um Full Metal Alchemist. Enjoy

Full Metal Alchemist þættirnir fjalla um tvo bræður, þá Edward Elric og Alphonse Elric sem eru þjálfaðir í alchemy (einhverskonar kraftur sem gerir mönnum kleyft að breita hlutum í aðra og töfra fram fullt af dóteríi). Sagan öll byrjar þegar Ed er 11 ára og Al 10 ára. Pabbi þeirra fór burt þegar þeir voru litlir og þeir bjuggu hamingjusamir með móður sinni í litlu þorpi út í sveit. Mamma þeirra dó og þeir ætluðu að reyna að lífga hana við. En það eru alchemy reglur til og ein þeirra segir að það sé bannað að lífga fólk upp frá dauðum. En þeir hundsuðu þá reglu og reyndu samt að lífga hana við. Þeim var refsað með því að Ed missti eina hendina og einn fótinn. Al hvarf gjörsamlega en Ed náði að flytja sálina hans inní brynju. Til þess að fá eitthvað þarf að líka að fórna einhverju jafn mikilvægu, það er ein ástæðan af hverju þeim tókst þetta ekki. Fjórum árum seinna hefjast þættirnir eiginlega og Al er enn í brynjunni og Ed er kominn með vél hendi og vél fót. Ed er farinn að vinna fyrir herinn og fer í alls konar missions og bróðir hans Al fylgir honum. Í leiðinni eru þeir líka að leita að philosopher´s stone sem mun gera þeim kleift að fá heila líkama sína aftur. Fyrstu 2 þættirnir eru fjórum árum eftir atvikið með mömmuna og það en síðan hefst forsaga um hvernig hann fór að vinna fyrir herinn og hvernig hann náði að preforma alchemy án alchemy tákns (tákn sem gerir alchemistum kleift að töfra fram drasl og svona). Og forsagan heldur áfram upp í 10 þátt (eða eitthvað svoleiðis) Ævintýrin sem þeir lenda í eru mörg og þeir hitta ýmsar ógnvekjandi og skemmtilegar persónur í leiðinni. T.d Scar, the homonculus (held það sé skrifað svona) og Roy Mustang.

aðalpersónur þáttanna.


Edward Elric: Eldri bróðirinn, frekar lágvaxinn eins og margar persónur benda sífellt á. Hann verður yngsti state alchemistinn í heiminum 12 ára að aldri. Er einn af fáum sem geta preformað alchemy án alchemy tákns. Fékk viðurnefnið Full Metal Alchemist þegar hann varð state alchemist út af hendinni og fætinum hans. Hann og bróðir hans fara um til að regaina líkama þeirra.


Alphonse Elric: Yngri bróðirinn. Hann er góður í alchemy en hann er samt ekki state alchemist eins og bróðir hans, er góður bardagamaður. Hann er góðhjartaðri en bróðir sinn og verndar hann oft gagn vandræðum.


Roy Mustang: Alchemy nafnið hans er, The Flame Alchemist. Hann er í hernum og er Lt. Colonel þar. Hann er state alchemist og sérhæfir sig í eldi, barðist í Ishbal stríðinu (mikið stríð sem gerðist áður en þættirnir). Hann þarf ekki alchemy tákn því að hann hefur sérstaka hanska. Ef að hann nuddar höndunum einhvernveginn saman nógu fast getur hann gert alchemy. Ákveðinn og sterk persóna.


Winry Rockbell: Æskuvinkona bræðrana. Hún er fær vélvirki og er sú sem gerir við hendina hans Ed´s ef eitthvað gerist. Foreldrar hennar dóu í Ishbal stríðinu svo að hún býr nú hjá frænku sinni(eða ömmu eða whatever) Pinako og lærir vélvirki af henni.


Riza Hawkeye: Er í hernum og er þar first lieutenant. Er aðstoðarmaður Mustangs og er hæfileikarík með skotvopn. Hún er alltaf róleg og örugg og margir eru hræddir við hana.


Pinako Rockbell: Vélvirkjameistari sem er líka amma Winry´s Hún er lítil og gömul og er alltaf með pípu í munninum. Sá um bræðurnar eftir að mamma þeirra dó.


Maes Hughes: Er Lieutenant Colonel og góður vinur Mustangs. Þótt að hann sé oft í missionum einhversstaðar og upptekinn í vinnunni er hann samt mikill fjölskyldumaður og fer ekki neitt án þess að hafa mynd af dóttur sinni í vasanum og sýnir hana öllum sem vilja sjá og hinum líka. (uppáhalds persónan mín)

Alex Louis Armstrong: Massaður og ótrúlega sterkur náungi sem vinnur fyrir herinn. Hann er sífellt að monta sig yfir hæfileikum sínum sem hann segir að séu í fjölskyldunni. Honum hefur oft verið falið það verkefni að gæta Elric bræðranna. Alchemi nafnið hans er the strong arm alchemist (minnir mig allavegana)

Jean Havoc: Hann vinnur undir Roy Mustang og vill miklu fremur halda sig fyrir framan skrifborð heldur en að vera einhversstaðar að berjast.

Kain Fuery: Vinnur líka fyrir Mustang og er chief radio operatorinn. Lágvaxinn maður og mjög góðhjartaður.

Lust: Hún er ein af the homonculus og ásamt þeim er hún líka að leita að philosophers stone. Berst með því að skjóta einhverju drasli út úr puttunum sínum.

Scar: Hann er þekktur sem Scar út af því að hann er með stórt exlaga ör á enninu. Hann er með einhvern cursed arm og með honum drepur hann fólk sem notar alchemy. Hann hittir oft Elric bræðurna í þáttunum og er býsna cool náungi.



Auka persónur þáttana.

Rose: Kærasti hennar dó fyrir einhverjum árum og hún vill gera hvað sem er til að fá hann aftur.

Cornello: Hann er prestur í einum bæ og fólkið þar fylgir honum í blindni en hann er ekki allur sem hann er séður.

Trisha Elric: Móðir Elric bræðranna, þótt hún sé dáinn þá kemur hún oft í þáttum eins og í flashbackum og svoleiðis.

Shou Tucker: Einnig þekktur sem the sewing life alchemist. Hann skaðpaði fyrstu kýmeruna sem talaði og skildi mannamál, hann býr með dóttur sinni Ninu.

Nina Tucker: Dóttir Shou´s. Hún er alltaf í góðu skapi og leikur sér oft við hundinn sinn Alexander.
Barry the Chopper: Klikkaður fjöldamorðingi sem drepur bara konur og kemur í nokkrum þáttum.


Þættirnir eru alls um 50 talsins og síðan er til ein mynd líka. Þættirnir voru fyrst sýndir árið 2003. Director þáttana er Seiji Mizushima en sá sem skapaði söguna og persónurnar og allt heitir Hiromu Arakawa. Þættirnir hafa hlotið gríðarlegar vinsældir og fá m.a. á tv.com einkunina 9.2 sem telst ansi gott. Ég get með stolti sagt að Full Metal Alchemist eru uppáhalds anime þættirnir mínir.


Ég vona að þú hafir haft gaman af þessu. Ég veit að ég skrifaði eitthvað vitlaust einhversstaðar.
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?