Hér er snaggaraleg grein um nýustu seríu “Full Metal Panic” þáttanna sem hafa verið afar vinsælir síðustu ár.*Tek enga ábyrgð á Spoilerum*
“Full Metal Panic! The Second Raid” (eða TSR eins og það er skammstafað)er, eins og ég sagði áður, þriðja sería þáttanna á eftir:
“Full Metal Panic!” og “Full metal panic? Fumoffu!” en þær seríur komu út 2002 & 2003. TSR eru hinsvegar glænýjir og eru gæði
og animation mjög góð. Fyrsta sería Þáttanna var
Fyrir þá sem að söknuðu robotanna í Fumoffu þá er engu að kvíða því að þeir mæta aftur sterkir til leiks í þessari seríu.
Einnig er þó litið inn í skólann við og við þannig að grínið heldur sínu striki þó að það sé ekki jafn yfirþyrmandi og í “Fumoffu”
TSR er nokkuð mikið alvarlegri og dekkri yfirlitum heldur en hinar tvær og fær maður m.a. að kynnast nýjum hliðum á Souske Sagara sem að manni (mér persónulega a.m.s.k. hefði ekki dottið í hug að sjá)
Í byrjun seríunnar eru nokkri starfsmenn “Mithril” sendir til Balik til að hjálpa flóttamönnum í vanda því að
borgarastyrjöld geysir þar.
Það gengur vel í fyrstu enda búa “Mithril” yfir mikið háþróaðari tækni en nokkur annar. Þau komast samt fljótt að því
að einhver hefur í fórum sínum tækni sem jafnast á við það sem “mithril” notar og því miður hefur sá ekkert gott í huga.
Souske og félagar hafa nú það erfiða verkefni fyrir höndum að reyna að finna leið til að stoppa hann.
Með aðalhlutverk fara sem og í fyrri seríum:
Seki Tomokazu sem Sagara Sosuke (hann hefur einnig ljáð rödd sína sem t.d. Hiromu Shimbo í Chobits og Kyo Soma í Fruits Basket)
og
Yukino Satsuki sem Chidori Kaname (hún hefur einnig ljáð rödd sína fyrir t.d. Otohime Mutsumi í Love Hina)
Takemoto Yasuhiro leikstýrir þessari seríu eins og í fyrri seríum. Ferst honum það einkar vel úr hendi og nær hann fram drungalegu andrúmslofti.
Stærsti gallinn við þessa þætti er hins vegar hversu stutt serían er…aðeins 13 þættir. Endirinn hittir mann nokkuð snögglega eftir langann forleik og mér leið svolítið eins og ég hefði hlaupið á vegg.
Ég hafði þó mjög gaman að þessum þáttum og stóð á öndinni á tímabili…ég bíð þó spenntur eftir nýrri seríu ef ákveðið verður að gera hana.
Ég hvet alla sem að ekki eru búnir að kíkja á fyrstu seríu þáttanna að gera það því að hún bíður upp á eitthvað fyrir alla. Ef að hún fellur svo í góðann jarðveg er hægt að kíkja á Fumoffu! (sem er í raun sjálfstætt framhald a 1. seríunni) eða TSR (sem er beint framhald)
Takk fyrir mig…hafið það gott.
manGa ^_^