Pani Poni Dash Var að spá í hvort að ég átti ekki að gera bara kork… en ákvað að reyna á þetta.

Allavega, fyrir stuttu þá byjaði ég að horfa á þættina Pani Poni Dash.
Þetta eru einskonar “parodi/comic” þættir, sem að hafa í raun og veru ekkert sérstakann söguþráð en fjall um 11 ára Miyamoto Rebecca sem að var að byrja sem kennari.

Í þáttunum fara þau í gegnum margt, skólaferðir, árásir á skólann, “finna út hver á þennan bíl” og annað kjaftæði, á meðan geimverurnar fylgjast með og tala um hversu mikilvæg Rebecca er fyrir framtíð mannkynsins.

*Og hérna eru Stuttar lýsingar á aðal persónunum.*

Miyamoto Rebecca: skapstyggð, heldur að hún er betri en allir.

Himeko Katagiri: “OMEGA” hálvitinn í bekknum.
Notar skrýtinn orð eins og “Maho?” og annað en er annars doldið (hræðilega) ofvirk.

Rei Tachibana: Elskar að stríða en er annars eiginlega eina persónan sem að maður getur tekið alvarlega í seríunni.

Sayaka (kölluð Rokugou af eitthverjum ástæðum): Það eina sem að hún segir er.. “of the year”, eins og “Teacher of the year” og “drunktard of the year”

Kurumi: “Plain” eins og hún er kölluð, er ekkert sérstök miðað við hinar persónunar og hún fær oft “þunglyndisköst” þegar ´hun er minnt á það.

Miyako: Nördinn í bekknum. Er með enni sem að er hægt að nota sem spegil.

Ichijou-san: Sú skrýtni, gerir alltaf eitthvað skrýtið.
Eins og að fljúga alltíeinu upp í geim, eða segja eitthvað sem að tengist atburðinum sem að er að gerast nákvæmlega ekkert.

Mesousa: Hvít lítil kanína sem að Rebecca á (væntanlega).
Öllum er sama um hana og hún lendir aftur og aftur í hræðilegum aðstæðum.

Restin af bekknum: Annaðhvort eru teiknararnir latir eða þá að þetta er bara brandari (sem að það er væntanlega) en allir hinir í bekkun eru alltaf alveg eins (og smá ósýnilegir), þau segja aldrei neitt og eru meira að segja með öll möguleg furðuhöfuð í sumum þáttum (eins og blómapott í stað höfuðs)

Geimverurnar: Þær komu upp í hverjum þætti og eru alltaf jafn fáránlegar…

Síðan er heill hellingur af öðrum persónum, eins og: galdrastelpunni (sem að lítur alveg eins út og ein en getur bara náttúrulega ekki galdrað), kokkinum (bróðir Kurumi), dýravininum og leikaranum.

En jæja.. þetta var allt, þá er bara að segja að ég mæli með að allir (sem að hafa horft á anime í doldinn tíma, þar sem að það er svo mikið af “parodies” í henni) horfi á þessa seríu.

Og ég enda þetta með að byðjast fyrirfram fyrirgefningar á öllum stafsetningarvillum.