Jæja, síðustu daga hef ég verið að horfa á anime sem heitir Chrno Crusade. Allt í allt eru þetta um 24 fjórir þættir og ætla ég að segja frá þessum þáttum í stuttu máli. Ég ætla að vara ykkur við því ég gæti slysast til að planta nokkrum spoilerum í þessa grein.
Þættirnir gerast að mestu í New York snemma á síðustu öld, eða seint á þar síðustu öld (man ekki hvort). Systir Rosette hefur verið í Magdalene reglunni í fjögur ár að leita að bróður sínum, Joshua. Með í leit sinni hefur hún aðstoðarmann sinn og djöful, Chrno. Chrno er einn af syndgurum (sinners) helvítis, en tengt því missti hann hornin sem gefa djöflum orku frá Astral línunni. Astral línan er upphaf alls lífs og þar endar það einnig.
Skúrkurinn nefnist Aion, en hann hefur Joshua í sinni umsjá eftir að hann gaf honum horn Chrnos.
Rosette og Chrnos bjarga einum af sex postulum, Azmaria, en postularnir hafa guðlega krafta. Azmaria getur til dæmir læknað fólk með söngrödd sinni. Aion er að reyna að safna þessum postulum en ástæðuna ætla ég ekki að nefna.
Fleiri persónur bætast síðan við og eru minni háttar heldur en hinar. Má þá nefna Satellu Harvenheit, ríkur Þjóðverji sem berst gegn djöflum með kristölunum sínum, föður Remington, góður prestur sem styður við bakið á Rosette, hinir syndgararnir, og svo fleiri nunnur.
Fjórum árum áður en þættirnir hefjast fundu Rosette og Joshua grafhýsi þar sem Chrno hafði setið í guð má vita hve mörg ár. Þau verða öll vinir og þegar Joshua lendir í vandræðum sökum Aions. Einungis ein leið er fyrir Chrnos til að fá afl án hornanna. Hann verður að gera samning við dauðlega mannveru og nota lífsafl hennar. Auðvitað vill Rosette gera allt fyrir bróður sinn þannig að hún gerir samning við Chrnos. Gallinn við svona samning er að líf manns styttist all verulega.
Þættirnir eru nokkuð góðir. Endirinn var furðulegur en gerði sögunni góð skil. Það sem mér þótti hvað verst var hvað ensu nöfnin hljóma fáránlega á japönsku.
Fleira var það líklega ekki.
Kv. lundi86