One Piece -  Yfirlit Ég ætla að gera smá grein um mína eftirlætis seríu, One Piece, og fjalla um allar helstu persónunar og nokkrar af mínum pælingum. Þar sem þetta áhugamál hefur ekki verið líflegasta nú um tíma :P, allavega þá fjallar OP um sjóraningjan Monkey D. Luffy sem ætlar að verða konungur allra sjóraningja, til að geta það þarf hann að finna mesta fjársjóð í heimi, sem heitir einmitt One Piece.

** Textinn fyrir neðan gæti innihaldið spoilers, lest þetta á eigin ábyrgð**


Monkey D. Luffy:
Án efa heimskasta en jafnt gáfaðasta manneskja sem hugsast getur, stigur alls ekki í vitið á neinn hátt nema þegar við kemur vinum hanns, finnst alveg frábær karakter, manni getur aldrei dottið í hug hvað hann gerir eða segjir næst.
Luffy hefur hæfileika úr(frá?) Djöflaávexti eða Devil's fruit. Sem er þannig ávöxtur að ef þú borðar hann öðlastu einhvern sérstakan kraft, þessir ávextir eru næstum eins og fingraför eingir tveir eru eins. Luffy er vel þjálfaður, að hanns sögn, miðað við hverja hann hefur lamið þar sem þættirnir eru núna, tala nú ekki um Mangað ;P

Roronoa Zoro:
Zoro einsog hann er almennt kallaður, hefur þjálfað sig frá því hann var smápolli til að gerast besti swordsman(kunni ekki vel við ‘sverðamaður’) heimsins. Hann er að mínu mati svalasti characterinn í þessari seríu, alltaf svo rólegur og yfirvegaður nema þegar luffy dettur einhvað heimskulegt í hug.

Nami: Hmm, hún var ætleidd ásamt annari stelpu(Nojiko) af Bellemere, sem er marine. Nami gerði samning við Arlong þegar hún var 5-6 ára um að kaupa eyjuna sem heimabær hennar er á, þegar hún kemur til sögunar er hún búinn að ræna sjóræningja í átta ár. Ekki mikið hægt að segja meira um hana nema hvað hún er skratti góður ‘navigator’(íslenskan bregst mér)


Sanji:
Playboy af náttúrunnar hendi, hann nánast reynir við allt kvk sem hreyfist. Hann var alinn upp af ósigrandi sjóræningjanum ‘Red Leg Zeff’. Zeff bjargaði lífi Sanjis þegar hann var lítill. Hann hlaut viðurnefnið Red leg því fóturinn á honum var alltaf löðrandi í blóði eftir að hann hafi drepið óvinina. Sanji stofnaði veitinga húsið Baratie með Zeff. Sanji hefur fæturna að vopni því honum var kennt að góður kokkur slæst aldrei með höndunum.

Ussopp:
Hugrakkasti maður í allri seriunni… NEI hann er algjör heigull en á samt sín moment eins og flestir, kemur stundum sterkur inn og reddar málunum með sínum hætti, hann er vélvirki á skipinu Going Merry, notast vid teygjubyssu.

Tony Tony Chopper:
Oftast kallaður Chopper, Chopper er læknir skipsins, hann er hreyndýr, hann hefur svona ability frá Zoan-family, eða eitthvað í þá áttina, með öðrum orðum, getur hann ‘transformað’ sér um þrjú level, 1.lv. er hann svona lítill og lækna legur ;l í fyrstu breytingunni – 2. lv lítur hann út eins og hreyndýr eins og við þekkjum þau, 3ja lv er hann risastór og sterkur, hálft hreyndýr og hálfur maður.
Hann fann upp pillu sem bætir 4 levelum við þessi 3 sem hann hefur fyrir.

Ætla að láta þetta gott heita í bili, geri sennilega aðra grein ef þessi fær góðar undirtektir 