Mig langar að segja ykkur aðeins um “The Vision of the Escaflowne”
Escaflowne byrjaði sem anime, sem er soldið skrýtið af því að oftast er anime byggt á manga. Þeir Hajime Yadate og Shoji Kawamori gerðu þættina en svo breytti Katsu Aki henni í manga. Manga bókin er soldið öðruvísi heldur en þættirnir, af því leyti að persónurnar eru ekki eins og sagan er ekki eins heldur. En katsu Aki heldur samt heimi Kawamori og Yadate.
(Smá spoiler í næstu greinaskilum)
——–
En sagan byrjar að Hitomi Hoshino sem er 16 ára stelpa sem hefur mikin áhuga á dulspeki. En henni dreymir alltaf þennan draum á næturnar að hún sé stödd í musteri. Þar inni er kristall í lagi eins og blóm, og prins sem hún sér ekki fram í. Svo endar draumurinn (lame að dreyma þetta allar nætur).
En einn dag þegar hún er í skólanum að spá fyrir kennaranum sínum þá finnur hún að það sé verið að draga sálina úr henni (eitthvað þannig =/). Svo vaknar hún í heimi þar sem jörðin er í himninum og prinsins úr draumum hennar er þar. Hann spyr hvort að hún vilji kveikja á guðinum hans. Þessi guð er sem sagt vélmenni sem þarf á kröftum hennar til að kveikja á því. Svoldið flókið að útskýra.
———
Sagan fjallar sem sagt um að bjarga móður prinsins (Van), sem hefur verið rænt af Zaibach sem er bara heimsveldi í þessum heimi og margt gerist á leiðinni.
———
Ég vill ekki rústa þessu með því að segja ykkur frá öllu en það eru til 7 bækur alla vega sem ég hef séð og eru til allar í nexus. Mæli mjög mikið með þessu bókum því þær eru mjög spennandi. Mér finnst þær góðar en það fer náttúrlega bara eftir smekk =)