X-day Hæ hó.

Ég hef tekið eftir því að þetta áhugamál er nú bara nokkuð dautt þannig að ég hef
ákveðið að skrifa eitt stykki grein um Manga bók sem ég las um daginn sem bar
nafnið X-day. Ég hef því miður aðeins lesið 1 Vol. og hef ekki aðgang að fleiri Vol.
í þeim aðstæðum sem ég er í núna. En þá að bókinni.

Ég sá þessa bók og hún heillaði mig þegar ég leit fyrst á hana, hvernig
söguþráðurinn er hreinn og beinn og ekki mikið af einhverjum flækjum út úr
honum sem koma oft í sögum sem þessum.

Aðalpersónan er stelpa og er (auðvitað) í High School. Hún heitir Rika og var með
sætasta stráknum í skólanum og var íþróttastjarna skólans í hástökki. Fullkomið
líf hennar hrundi þegar hún meiddist og missti áhugann á hástökki og gæinn
hætti með henni. Núna er hún bara þunglynd stelpa sem finnst lífið vera
tilgangslaust.

Hún fer á spjallrás í frímínútum einn daginn og talar þá við nokkra einstaklinga.
Þau voru að tala um hvað skólinn væri leiðinlegur og svo kom (grín?)tillaga um að
sprengja skólann í loft upp(!) Svo segir stelpa sem ber gælunafnið Polaris að til að
komast inn á hennar rás þá verði að fatta hvað hún héti. Vísbendingarnar voru
“tail” (hali, rófa, skott) og “sleepless nights” (svefnlausar nætur) . Rika fer auðvitað
að hugsa og hugsar “hmm, nætur, þá sér maður stjörnur á himninum” og fór hún
í atriðaorðaskrá í leit að Polaris. Það finnur hún og flettir upp á blaðsíðunni sem
Polaris er. Hún sér að stjarnan Polaris sé í HALANUM á… Ursa Minor. Hún fer þá
inn á spjallrás að nafni Ursa Minor og velur notandanafnið 11. Þar er Polaris, Mr.
Money og Jangalian. Þau tala um að hittast og gera áætlanir um að sprengja
skólann. En tekst þeim það….

Þetta fannst mer braðspennandi bók og ég get ekki beðið eftir því að lesa Vol. 2.
Vonandi farið þið að senda inn greinar á þetta áhugamál, þetta er frekar dautt.

LPFAN