Tilgangur greinarinnar er að kynna manga sem bókmenntir og reyna fá fólk til að glugga í nokkrar bækur kannski :) svo að þau fari ekki á mis við þetta eins og ég var að gera.
Ég kynntist fyrst manga í gegnum anime þegar ég sá Hellsing seríuna, sem skeði fyrir áhuga minn á öðrum hlut. Ég varð mjög hrifinn af þessari gerð teiknimynda, en varð þó ekki heltekinn strax. Ég leit síðan ekki lengi við þessu. En einn góðan veðurdag leiddist mér alveg svakalega og mér datt í hug að finna mér eitthvað til að glápa á, ég byrjaði að sanka að mér allskyns dóti, meðal annars “Hunter X Hunter” seríuna og “Great Teacher Onizuka”, fyrst þá má segja að ég hafi orðið algjörlega gagntekinn.
Manga eru í raun tvö orð, “man”, sem þýðir fyndið eða myndasaga og svo “ga” sem þýðir að teikna eða myndir. Rétt þýðing væri líklegast “fyndnar teiknimyndir”. Orðið er upprunnið frá árinu 1814, og er tekið úr skyssu-safni eftir Hokusai Kastushika.
Hinsvegar er teiknistíllinn sem slíkur töluvert eldri en það, eða frá um 12. öld. Þær teikningar heita “chojugiga” og eru rollur ( upprúllaðar bækur (e. scroll ) ) sem eru allt að 30 metrar að lengd. Í stað þess að vera með ramma sem sýna hverja “senu” fyrir sig þá blandast myndirnar nokkurn veginn saman og halda þanneig samhengi eftir því sem þú rúllar í gegnum rolluna. U.þ.b. 600 árum seinna mynduðu Japanir “toba-e” og “kibyoshi” sem þróuðust í litlar pappabækur sem voru bundnar saman með vír. Svarthvítar teikningar með afar litlum texta, rétt svo að fólk náði söguþræðinum með hjálp mynda.
Hugmyndinn að setja textann í blöðrur og setja hverja “senu” fyrir sig voru síðan fengnar frá Ameríku fyrir um það bil 100 árum.
Í Japan er Manga afar virt listform og allir aldurshópar lesa Manga bækur. Til eru sérstakar Manga útgáfur eins og t.d. drengja manga ( shonen manga ) og stelpu manga ( shojo manga ), þar sem reynt er að höfða til kynjanna, strákarnir lesa hasar og hetjublöð en stelpurnar manga sem fjallar um ást og vinskap. Svo til að taka eitt svona auka dæmi þá er til spes manga fyrir samkynhneigða (shounen-ai, eða “homma”-rómantík :) . Dæmi eru um að manga sé notað sem lesefni í skólum, því margar hverjar sögurnar eru byggðar á frægum skáldverkum.
Upp úr 19. öld fór Manga að breiðast út frá Japan og hafði meðal annars áhrif á listamanninn Van Gogh. Þegar að sjónvarpið kom síðar til sögunnar á 20. öldinni varð snemma til Anime, kvikar manga-teiknimyndir.
Nú í dag eru margar Evrópuþjóðir og Bandaríkinn þegar djúpt sokkinn í japönsk ritverk, og vona ég að Íslendingar fari að taka upp þráðinn almennilega upp ( nú þegar eru mörg bókasöfn kominn með þokkalegt safn af teiknimyndum, en þau virðast ekki leggja neitt sérstaklega upp úr japönskum ritum ). Ef þú ert minna fyrir að lesa eru anime teiknimyndirnar náttúrulega frábær kostur líka.
Svo vil ég benda sérstaklega á einn flokk manga sem kallast hentai ( borið fram hen-tæj ) sem margir virðast tengja fljótt við manga/anime. Hentai er undirflokkur manga sem við myndum kalla klám-teiknimyndir, hentai þýðir á japönsku, perri. Þessi flokkur er stundum litinn horn augum manga/anime áhugamanna alveg eins og við sjáum með aðrar bókmenntir eða list form, þá er til einhver svona grár-blettur ( margir einblína á þennan hluta manga/anime og halda að manga = hentai og að japanir séu allir perrar yfir höfuð :). Ég get beint ykkur á nokkrar gamlar riddaraklámsögur frá miðöldum ef þið haldið að við séum eitthvað betri :)
En hvað um það… ég held að þetta sé nóg í bili.