“Held að þú ættir að reyna að skilja greinina betur áður en þú byrjar með ”Veit betur en þú!!“ ræðuna því að þetta er eintómur misskilningur hjá þér”
Þú gætir nú byrjað á því að orða grein þína betur því það voru ófáir sem veltu því fyrir sér hvað þú værir að tala um. Kannski er hún skrifuð í nýjasta 133t tungumálinu en burtséð frá því þá væri gott að leyfa öðrum að sjá hvað þú ert í raun að tjá þig um.
“Ég er ekki að tala um nokkurn skapaðan hlut sem er skapaður út frá áhrifum annara… Japanir gætu ekki einu sinni skapað manga út frá Vestrænum áhrifum þeir eru uppruninn.. Ég er að tala um að breyta forminu á hlutunum til að þeir passi betur inní vestræna menningu (því að öllum þjóðum augljóslega langar til að vera einsog bandaríkin)Afhverju er eru japanir að í dag að reyna að heilla vesturlanda búa í staðin fyrir að hugsa ”Ég er bara að gera þetta fyrir mína þjóð einsog ég hef alltaf gert og ef aðrar þjóðir heillast af því?, fínt en ég ætla ekki að fara að breyta mínu formi á hlutunum til að ganga í augun á þeim“…. Ég ætla að vona að þetta sé nógu skiljanlegt fyrir þig.”
Þú misskilur, Manga er kannski með ákveðin stíl í teikningu en í grunnatriðum þá er saga bara saga og það breytist ekki þrátt fyrir að þú kallir það eitthvað annað. Þeir hafa auðvitað ríka arfleifð í myndskreytingu en það þýðir samt ekki að þeir séu með eitthvað “öðruvísi” sögur en aðrir. Einnig vil ég bæta því að það er undir hverjum og einum komið hvað hann vill skapa og skrifa. Þú hljómar í raun eins og verstu gagnrýnendur Kurosawas og staðreyndin er að Seven Samurais er talinn vera ein af þeim myndum sem er hvað vestrænust. Kurosawa var í raun aldrei neitt japanskur og það var seint á ferlinum að hann varð svolítið rússneskur en það er önnur saga. Ef þú vilt fá eitthvað sem er sér japanskt í kvikmyndagerð þá skaltu kíkja “Tokyo Story”.
En á öðrum nótum, þá er það þannig með marga japana að þeir líta mjög upp til hvíta vesturlandabúans og líta niður á dökka og aðrar asíuþjóðir. Til gamans má geta að bækur um “Gyðinga samsæri” fara oft á toppinn yfir söluhæstar bækur og ekki er óalgengt að þingmenn nái kjöri með því að niðurlægja þá þjóðflokka sem þeir stundum kalla “Sangokujin”(Zainichi kóreubúa og aðrar asíuþjóðir sem og hörundsdökkt fólk).
“Ég ætla að vona að þetta með landafræðikortið eigi að vera einhverskonar grín en ekki misskilningur(svona vitsmunalega þín vegna) en til að svara hina þá segi ég stutt og laggott ”JÁ“ (Japanir farnir að láta umhverfið líta út einsog bandaríkin í myndum sínum bara til að ganga í augun á þeim finnst mér mjög sorglegt)”
Þetta var náttúrulega grín með landakortið en einnig var það smá skot þar sem þú náðir ekki að tjá meiningu þína á skilmerkilegan hátt. Svo máttu gefa dæmi um svona umhverfi sem eru of vestræn.
“Þetta kemur málinu bara ekkert við því að ég er ekki að tala um að reyna ekki eithvað nýtt heldur er ég að tala um að reyna að vera eithvað annað en maður er. Svo verða óbreyttir hlutir ekki úrkynjaðir heldur móta þeir stefnur.”
Ég er alveg sammála fyrri partinum því það er bara jákvætt fyrir japani að prófa nýjar stefnur og önnur sjónarmið. Þeir þurfa ekki að vera aljapanskir heldur er það jákvætt að þeir prófi aðrar stefnur, blandi þeim saman jafnvel og móta svo nýjar. Bandaríski kvikmyndaiðnaðurinn hefur gert þetta mjög lengi til dæmis því oftast eru flottu nýjungarnar í visuals upprunnar frá Asíu.
“Ef þú ert búinn að lesa BAA frá byrjun þá veistu það alveg jafnmikið og ég að Matrix og fleira Amerískir hlutir eru farnir að poppa mjög mikið þarna inn á milli…. en það er kanski ekki að marka BAA því að hugmyndin er fengin frá Aldous Huxleys: Brave new world til að byrja með”
Kannski er ég ekki alveg up to date í BAA seríunni en ég verð að segja að hún er alla vega mjög lauslega byggð á Brave New World því það var sama sem ekkert sem ég sá í Manga bókunum né myndinni stuttu sem á eitthvað skylt við bókina, sem er í sjálfu sér algjör snilld.
Einnig vil ég bæta að Wachowski bræðurnir sköpuðu Matrix út frá áhrifum frá Japan og Hong Kong en ekki öfugt.
“Eru Samuraiar og Ninjur það eina sem þú sérð í menningu japans spyr ég bara? Og finnst þér það bara fínt að Asía sé að vera vestrænni og vestrænni með ári hverju.. Veit ekki um þig en ekki vil ég sjá allar þjóðir heimsins verða að einum hrærigraut þar sem enginn menning er til (einsog bandaríkin)”
Það er ekki til nein sér-Bandarísk menning, það er satt, en ekki segja að engin menning sé til þarna því þú ert að tala um, eins og þú nefnir, hrærigraut og þessi hrærigrautur kemur með margar menningarstefnur úr öllum heimshornunum. Þig hefur kannski ekki grunað að í þeirri upplýsingaröld sem við lifum í að þjóðirnar eru að færast nær og nær? Auðvitað fylgir því áhrifavaldar og ýmist annað. Ættir þú ekki í raun að bölva þeim áhrifum sem japanir eru að hafa á vestrænar þjóðir?
Svo vil ég einnig fá útlistun á því sem er sér-japanskt og vestræn áhrif með meðfylgjandi dæmum úr hinum og þessum Manga og Anime. Ég vil fá sjá mál þitt í einhverju samhengi.
“Cut the crap, þessi grein hljómar ekkert þannig og þú veist það. Það stendur ekki einusinni nógu mikið í henni svo hún geti hljóma þannig- þetta er bara þú að vera með einhver uppsteit.. og ekki byrja á ”þú virðist nú bara ekki geta tekið skoðunum annara“ þvæluni því þetta sníst ekki einusinni um það.”
Það er svo sem satt, hún hljómar lítið svona einfaldlega út af því að greinin er afskaplega óljós í máli sínu. Hefði í raun verið gott ef þú hefðir komið með einhver athyglisverð rök og skýr dæmi. Það þýðir til dæmis ekkert að segja “Cowboy Bebop: The movie eftir Shinichiro Watanabe þótti mér slá öllu við. Myndin er ekkert annað heldur en Anime útgáfa af vesturlöndunum.” því þarna eru að búast við því að áhorfandinn viti um eitthvað sem gæti allt eins verið eitthvað sem þú einn sást. Svo máttu alveg halda að þetta sé eitthvað “uppsteit” en staðreyndin er að mér finnst leiðinlegt þegar fólk kemur með greinar sem eru að mínu mati yfirlýsingar út í bláinn og verða svoleiðis þangað til að þú gefur okkur góð dæmi.
Heimildir:
An Introduction to Japanese Society: Second Edition eftir Sugimoto, Yoshio
[------------------------------------]