Í gær, aðfangadagskvöld, fékk ég Kiki's Delivery Service á DVD í jólagjöf frá foreldrum mínum og fullkomnaði þannig einskonar Miyasaki safn sem samanstendur af Kiki's Delivery Service, Castle in the Sky og Spirited Away. Þar sem ég hef skrifað greinar um báðar hinar myndirnar fannst mér ekki nema sjálfsagt að gera slíkt hið sama með þessa.
Myndin fjallar um Kiki, unga norn sem nýlega hefur orðið 13 ára gömul. Líkt og allar aðrar nornir verður hún að fara að heiman og í annan bæ til að stunda galdra á eigin spýtur þegar hún hefur náð þessum aldri. Hún fer af stað ásamt kettinum sínum Jiji og endar í stórum bæ við sjóinn. Eftir nokkurn tíma hefur hún ekki bara fundið sér samastað hjá bakara einum heldur einnig stofnað sína eigin heimsendingarþjónustu, sem einmitt heitir Kiki's Delivery Service. Þó það taki smá tíma hefur hún eignast nokkra vini, þar á meðal drenginn Tombo sem dreymir um að fljúga um loftin blá.
Að mínu mati er þetta afar hugljúf mynd og skemmtileg. Eins og allar myndir sem ég hef séð eftir Miyasaki er þetta meistaraverk. Það eina sem böggar mig við þessa mynd er hvað hún endaði snögglega, en ég get ekki sagt að mér hafi neitt annað vanta. Einmitt rétta myndin til að sýna krökkum undir 10 ára aldri. Annars er þetta líka góð skemmtun fyrir þá sem eru eldri en 10 ;)