
Sagan byggist á gömlu ævintýri þar sem tennyo (kvenmaður frá himnum(engill)) kemur til jarðar að baða sig og tekur af sér fjaðurskikkjuna. Ungur maður kemur auga á hana og stelur skikkjunni. Þessi saga er í raun alveg eins og sagan okkar um selshaminn, en samskonar saga er til útum allan heim. Hvað sem því líður fjallar sagan um afkomendur þessa tennyos og er þar Mikage-ættin sem eru beinir afkomendur þessarar tennyos. Síðustu afkomendurnir eru tvíburar, þau Aki og Aya. Þannig vill til að Aya er endurholgun tennyosins, sem kallar sig Ceres, og á það til að Ceres taki yfir líkama Ayu. Aki aftur á móti er enduholgun mannsins sem stal fjaðurskikkjunni og elskar Ceres útaf lífinu. Ceres vill aftur á móti finna skikkjuna sína til að komast aftur til himna, en ekki fyrr en hún hefur útrýmt Mikage-ættinni og honum Aki. Mikage-ættin vill auðvitað ekki að það gerist svo að hún reynir hvað hún getur að verða fyrri til og útrýma Ceres. Í þetta flækist svo hinar ýmsu persónur, sumar góðar, aðrar vondar, og svo þeir sem vita ekki hvoru megin þeir eiga að vera. Eitt er víst að vandamálin elta Ayu og hún kæmist án efa ekki langt ef ekki væri fyrir vini hennar, en fjölskyldan er helsta vandamálið.
Það er heldur flókið að útskýra þessa þætti eins og þið tókuð örugglega eftir, en þeir eru hreint út sagt alveg hreint magnaðir. Líklega einir af þessum þáttum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara ef hann hefur gaman af ómannlegum kröftum í anime seríum.
Kv. lundi86