Ein æðisleg mynd eftir meistara anime-myndanna, Miyazaki. Ég hef að vísu ekki séð nema þrjár myndir eftir þennan höfund en í mínum huga eru þær allar meistaraverk. Það vill nefnilega svo heppilega til að ég fór til Reykjavíkur um síðustu helgi og keypti mér Princess Mononoke, Spirited Away og Castle in the Sky, allar á DVD (voða happy ;P).
Myndin segir í stuttu máli frá Pazu, ungum dreng í þokkalegasta námubæ. Hann kynnist Sheetu sem hefur að geyma leyndarmálið að staðsetningu Laputa, svífandi kastala í himninum. Málið er að kastalinn er aldrei á sama stað heldur er hann á stöðugri ferð, þannig að erfitt er að finna hann. Vandræðin elta þau Pazu og Sheetu því að bæði flugræningjar og herinn vilja vita þetta leyndarmál, flugræningjarnir vilja fjársjóðinn sem þar er og herinn vill eyða þeim gífurlega eyðingarkrafti sem kastalinn hefur, þó hefur Muska, sá er stjórnar leit hersins að kastalanum, aðrar áætlanir með þennan kraft. Munu Pazu og Sheeta koma í veg fyrir þær áætlanir eða mun Muska stjórna heiminum?
Þetta er, eins og ég sagði í upphafi, algjört meistaraverk og þannig ævintýramynd sem öll fjölskyldan getur haft gaman af. Mæli sko með þessari.
Kv. lundi86