Shadow Star eftir Mohiro Kitoh Ein af skemmtilegustu og dularfyllstu manga* bókum sem að
ég hef augum litið er Shadow star, eftir Mohiro Kitoh.
Þessi bók er með fyrstu manga bókum sem að ég hef lesið
(og tók á bókasafni kópavogs) en hef ég alltaf dregið það að
skrifa grein um hana…

Hún fjallar um unga stelpu að nafni Shiinu sem að fer eitt
sumarið í ferð til ömmu sinnar og afa, þar kynnist hún
undarlegri veru og tengist henni tryggðarböndum, síðar
eignast hún vinkonu að nafni Akiru (sem að, já, er líka notað
sem stelpu nafn.) Margt dularfullt gerist, og mikið af því í
flugvélum… (Prologue, Atkviðið í flugvélinni til baka og atvikið
þegar hnífurinn flýgur í gegnum flugvélina og svo framvegis…)

Yfirnáttúruleg öfl vefjast inn og verður bókin spennandi og
mann langar sífellt í meira…

Teikningarnar eru hins vegar mjög sérkennilegar og ekki líkar
venjulegu og dags daglegu manga. Frekar sérstæðar og
tómar, en samt fullar (?) Systir mín flippaði þegar hún sá
þessa bók og gerir hún allt sitt manga eins og þetta… (Ég
hermi samt frekar eftir Akira Toriyama)

Nei, hvað er ég að gera? Ég verð að halda áfram að tala um
shadow star…

Þetta er ótrúlega vel heppnuð bók og manninum tekst mjög
vel að blanda nútímanum, geimverum og dulrænum öflum
saman…. Hrein unun.

Bók sem ég mæli hiklaust með fyrir alla sem að eru yfir 11 ára
aldri.

Takk fyrir mig. Hacki
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi