Nafn: Last Exile
Framleiðandi: GONZO
Útgáfuár: 2003
Fjöldi þátta: 26
Lengd þátta: Ca. 25 min
Last Exile. Þessi tvö orð óma enn í höfði mér eftir að hafa horft á þessa seríu. Serían kemur frá GONZO, sem greiptu sig í samfélagið með sínu yndislega CG í Blue Submarine No. 6. Síðan þá hafa þeir gefið út margar af betri seríum sem gerðar hafa verið, en þar á meðal eru seríur á borð við Vandread, Hellsing og Full Metal Panic!
Last Exile gerist í fjarlægum heimi sem kallast Prestaeir. Í Prestaeir eru þrjú ríki, Anatore og Deusis sem liggja sitthvoru megin við Grand Stream, eða Strauminn Mikla eins og ég kýs að kalla hann, en Straumurinn Mikli er öflugur loftstraumur sem skilur ríkin tvö að. Þriðja ríkið er svo Guild, eða Gildið upp á sæmilega íslensku, sem stjórnað er af Maestro Delphine og hefur aðsetur í Strauminum Mikla. Ríkið hefur mikil völd, en er þó hlutlaust hvað stríðið á milli Anatoure og Deusis varðar.
Serían fjallar um æskuvinina Claus og Lavie sem ákveða að gerast flugmenn á “vanships” eftir að feður þeirra hverfa í einni sendiför til Straumsins Mikla. Vanships eru smá skip sem notuð eru til ýmissa sendlastarfa, og er það aðalstarf þeirra félaga, að fara með mismikilvægan póst, eða varning, á milli staða. Það eru næg störf í boði fyrir sendla, því á milli Anatoure og Deusis, ríkir mikið stríð.
Þar að auki hafa þau gaman af kappflugi, og í borginni sem þau búa er árlega haldinn kappflug þar sem allir helstu vanship flugmenn koma saman og spreyta sig. Claus og Lavie verða auðvitað að taka þátt í þessari keppni, en henni er erfitt að ljúka vegna þess að það eru ekki allir sem halda sér á mottunni. Í miðri keppninni hrapar hins vegar óþekkt vanship niður, og í staðinn fyrir að klára kappflugið ákveða þau að kíkja á þetta. Það kemur í ljós að það er mikilvægur farþegi í þessu vanship er mikilvægur farþegi, 11 ára stelpa að nafni Alvis, sem flytja á til flugskipsins Silvönu. En það býr meira undir en bara að flytja hana þangað, því hún er partur af stærra púsluspili sem þið fáið að kynnast þegar þið horfið á seríuna?
Ég held það sé óhætt að segja að þetta er í flokki bestu sería sem gerðar hafa verið, og munu vera gerðar. Þessi sería er, að mínu mati, nær fullkomin.
Í fyrsta lagi má nefna söguþráðinn. Ég bjóst ekki við miklu eftir að ég horfði á fyrstu tvo þættina, en eftir þann þriðja fór allt á fullt. Söguþráðurinn tók nýja, spennandi stefnu og má segja að hún hafi fengið nýtt yfirbragð. Söguþráðurinn tekur þónokkuð margar beygjur og margar hverjar koma manni vel á óvart.
Í annan stað má nefna persónurnar. Persónurnar eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Að mínu mati standa tvær persónur úr. Annars vegar er það Dio, meðlimur Gildisins sem endar á Silvönu, en ástæðurnar bak við það mun ég ekki þylja upp hér. Hins vegar er það svo Alex, en Silvana er einmitt hans skip. Mikil dulúð hylur fortíð þessa manns, og er hann dálítið skuggalegur þegar hann kemur fyrst fram?
Það má alls ekki gleyma að telja upp stærsta þáttinn við þessa seríu, en það eru teikningarnar. CG er frábærlega blandað saman við teiknaðar persónur, allt heila kemur virkilega vel út og ég verð eiginlega að fullyrða að ég hef sjaldan gapað jafn mikið yfir einu skýi og þegar ég sá þessa seríu. Teikningarnar eru hreint út sagt frábærar og ef það væri til trúfélag sem dýrkaði teikningarnar í Last Exile myndi ég án efa ganga í það. ;D
Tónlistin er líka eitthvað til að vökna yfir. Opnunarþemað er lagið Cloud Age Symphony í flutningi Shuntaro Okino. Reyndar er lagið alls ekkert gott við fyrstu hlustun, en eftir nokkrar hlustanir fór mér að líka nokkuð vel við það. Bakgrunnstónlistin í þáttunum er samin af Dolce nokkrum Triade. Passar tónlistin ansi vel inn í umhverfið, og er virkilega góð í flesta staði, og nær Dolce að sanna að Yoko Kanno er ekki eini japanski tónlistarsmiðurinn sem gerir almennilega bakgrunnstónlist. Lokaþemað í þáttunum er svo lagið Over the Sky í flutningi Hitomi Kurioshi, en lagið er nett og þægilega poppað. Þeim sem líkar við tónlist Akino Arai ættu þess vegna að líka vel við þetta lag.
Þegar á heildina er litið þá verð ég bara að endurtaka fyrri orð mín, þessi sería er án efa með betri seríum sem hafa verið gerðar. Ég í það minnsta skemmti mér mjög vel yfir henni og get ómögulega kvartað undan neinu í henni, nema það að byrjunin þótti mér ekkert spes. Ég mæli hiklaust með þessari seríu, sérstaklega fyrir þá sem fíla sci-fi/fantasy þema eða háloftabrölt.
Last Exile Vol. 1: Positional Play kemur frá Geneon Entertainment (fyrrum Pioneer Entertainment) 18. nóvember næstkomandi, og eru 4 þættir á honum, samtals um 100 mínútur.
Kv.
Vilhelm
vilhelm@omg1337.com