Princess Mononoke fjallar um Ashitaka, prins þjóðflokks sem er að mestu talinn útdauður og hefur lifað frekar friðsælu lífi vegna þess. Ashitaka verður smitast af bölvun frá villigaltaranda og fyrir vikið verður hann óvenju sterkur, en bölvunin mun að lokum draga hann til dauða. Þess vegna heldur hann af stað í leit að lækningu og kemst í kynni við San, stúlku sem alin var upp af úlfaandanum Mori.
Ashitaka kemst til Járnborgarinnar, borg sem smíðar bestu skotvopn landsins, ef ekki þau einu. Málið er að Mori líkar ekkert sérstaklega vel við Járnborgina og San er send þangað inn til að drepa þann sem stjórnar borgina. Ashitaka bjargar San úr borginni en ekki án þess að verða skotinn með einu skotvopninu. Með hjálp hins mikla skógaranda tekst San að bjarga lífi Ashitaka og þar með hefur Ashitaka loksins fundið lækninguna, en getur hann komist yfir hana? Hópur veiðimanna vill nefnilega, með hjálp Járnborgar, ná höfði skógarandans til að selja keisaranum.
Ég hef líklega sagt aðeins of mikið um þessa mynd en ég vil samt fá tækifæri til að segja að þessi mynd er líklega besta teiknimynd sem ég hef séð og ég mæli sko með henni. Mér finnst það vanta fleiri svona myndir á vídeóleigur á Íslandi. En alla vega, ef þið eruð einhverja hluta vegna ekki enn búin að sjá þetta meistaraverk skuluð þið gott og vel fara að sjá hana sem allra fyrst. Það er forgangsverk!
Kv. lundi86