Þessi mynd, byggð á myndasögu eftir Osamu Tezuka (Astro Boy), skrifuð af Katsuhiro Otomo (Akira) og leikstýrð af Rintaro(Galaxy Express 999), fjallar í sjálfu sér um vináttu Kenichis og Timu, auk þess hvernig getur farið fyrir þeim sem reyna að ná of hátt.

Duke Red er metnaðarfullur leiðtogi sem er að leggja lokahönd á Zigguratinn, turn sem getur framkallað einhverskonar bylgjur frá sólinni til að gera öll vélmenni á jörðinni brjáluð. Eitt af því sem honum vantar er einhver til að stjórna turninum, og þar kemur Tima til sögunnar. Tima er byggð eftir dóttur Dukes Reds sem dó fyrir einhverjum árum síðan og er fullkomnasta vélmenni á jarðríki. Tima er svo fullkomin að hún eldist eins og venjuleg mannvera. Hún á samt sem áður ekki að hafa neinar mannlegar tilfinningar. En vandamál kemur upp þegar Rock, ofbeldisfullur fóstursonur Dukes Reds, vill koma í veg fyrir að Tima setjist í hásæti Ziggurats enda treystir hann ekki vélmennunum. Tima sleppur af rannsóknastofunni, sem hún var byggð í, með hjálp Kenichis, ungum frænda rannsóknarmanns. Rock hættir samt ekki að elta uppi Timu fyrr en hann hefur gert út af við hana og þar með hefst ævintýri Timu og Kenichis sem flytur þau djúpt í yðrum Metropolis, uppreisnar og tækni.

Þessa mynd er hægt að nálgast nánast hvar sem hægt er að nálgast DVD myndir og er þessi mynd mjög svo skemmtileg að mínu mati og mæli ég því með henni.

Kv. lundi86