Þetta er lokaútgáfa hins verðandi skólafélags, AniMA. Eftir að þessi grein birtist verða engar stórvægis breytingar gerðar á reglum eða öðru sem við kemur félaginu.
Félagið byggist á þeim grunni að vera afþreyging fyrir meðlimi og til kynningar fyrir aðra nemendur MA. Verða til þess hafðar sýningar á ýmsum anime kvikmyndum í Kvosinni (inni á sal) eða eitthvað annað af þeim toga. Allir munu hafa aðgang að þessum sýningum þó meðlimir félagsins mega eingöngu vera nemendur skólans. Verð á þessar sýningar er enn óákveðið en rennur sá peningur óskiptur til styrktar 3. bekkjar eða í annan skólasjóð. Félagar í skólafélaginu Huginn þurfa ekki að borga fullt verð og frítt verður fyrir meðlimi AniMA (þessu verður hugsanlega breytt). Aldurstakmark verður sett á myndirnar eftir þörfum. Einnig verða haldar fleiri sýningar á fundum félagsins.
Ákveðnar reglur gilda í félaginu. Reglurnar eru eftirfarandi:
1. Ekkert hentai verður til sýnis, hvorki á sýningum í Kvosinni né á fundum félagsins.
2. Ekkert hentai!!
3. Ekkert hentai og útrætt mál!!!!
4. Eingöngu nemendur MA geta gerst meðlimir félagsins og hafa aðgang að fundum þess, en hver meðlimur má hafa með sér einn einstakling á fundi.
5. Hvorki er leyft að drekka né reykja á sýningum eða fundum félagsins og ekki er leyft að vera undir áhrifum áfengis eða vímuefnis á meðan þessu stendur.
6. Formanni og varaformanni er leyft að leggja bann á ákveðna þætti eða myndir telji þeir það innihalda ólöglegt efni, hentai eða ef það telst ekki sem anime.
7. Ef meðlimur félagsins vill sýna eitthvað efni á fundum félagsins skal hann/hún láta formann eða varaformann vita með minnst eins dags fyrirvara auk þess sem efni þetta skuli afhent til skoðunar.
8. Meðlimir geta sótt um undanþágur fyrir minniháttar reglur (t.d. reglu #4) þó félagið hvetji ekki til þess.
9. Einungis nemendur MA geta gerst meðlimir, en allir hafa aðgang að sýningum í Kvosinni auk þess sem meðlimir geta boðið hverjum sem er með sér á fundi.
10. Engin skylda er gerð um að mæta á fundi eða sýningar í Kvosinni.
Reglur þessar skal virða, þá sérstaklega 1-3 og 5.
AniMA setur ekki þau skilyrði að efni sem sýnt er að meðlimum félagsins sé japanskt heldur má það vera hvaðan sem er úr heiminum nema þau uppfylli ekki þau grunnskilyrði sem anime byggist á. Deila má um hver þessi grunnskilyrði eru og er það undir höndum formanns og varaformanns komið hvort efnið uppfylli þau. Efnið verður þó að hafa enskann eða íslenskan texta, eða vera á ensku eða íslensku, svo flestir meðlimir skilji það.
Skráning í félagið mun hefjast innan tíðar og mun ganga yfir alla önnina ef ekki lengur svo að þeir nemendur sem fá skyndilega áhuga geta skráð sig þegar þeir vilja. Það kostar ekkert og engin skilyrði eru sett um virkni í félaginu. Þrátt fyrir það verður hugsanlega gefið verðlaun fyrir mestu virknina (formaður og varaformaður ekki taldir með) undir lok vorannar. Umræður tegndar manga verða ekki hafðar með í félaginu einfaldlega til að einfalda fundina.
Á fyrsta fundi félagsins verður kosið í helstu stöður, s.s. varaformann, heimasíðustjórnanda og gjaldkera (einungis ef verð á sýningar verður eitthvað). Nánari tilkynning um þann fund verður seinna.
Fleira var það ekki en hægt er að líta á tímabundna heimasíðu félagsins ef farið er á slóðina http://pb.pentagon.ms/anima