Jæja, hér er mitt framlag til að lífga eitthvað upp á þetta áhugamál. Um daginn horfði ég á tvær myndir; Dominion Tank Police Act 1,2,3og4 (2 spólur).
Dominion er eftir Masamune Shirow og hef ég ekki lesið bækurnar. Húmorinn er víst eitthvað öðruvísi þar skilst mér. En þessar myndir fjalla um lögreglu sem notast við skriðdreka í baráttu sinni við krimma af öllum sortum. Skemmtilega sködduð hugmynd það.
Ég verð nú að segja að act1&2 er um sniðugri en act3&4 sem er eiginlega bara leiðinleg. Eftirminnilegustu persónurnar eru auðvitað Annapuna og Unipuma, einskonar kettir sem taka þarna skemmtilegt stripp session. Sándtrakkið er algjört brill þar sem smekklausir hljóðgerflar frá 1990 fá að njóta sín auk þess að titillagið er óborganlegt.
Döbbunin var eiginlega bara hörmung, þó að það megi deila um hvort það sé gott eða slæmt, því það má hafa visst skemmtanagildi af lélegri döbbun.
Söguþráðurinn er nú ekki upp á of marga fiska. Í stuttu máli þá fær skriðdrekasveitin til sín nýjan liðsmann sem heitir Leona og er fylgst með hvernig nýliðanum gengur. Glæpagengi ræðst inn á spítala til að stela þvagsýnum fólks sem ekki hefur orðið fyir áhrifum hins eitraða andrúmslofts sem umliggur jörðina. Gengið sleppur með naumindum undan skriðdrekasveitinni með því að Annapuna of Unipuma haldabráðdrepandi nektarsýningu (sem ég greindi fá að ofan). Og svo reynir sveitin að handsama þetta gengi. Þetta er semsagt það sem hlutar 1 og 2 fjalla um.
Eins og ég sagði áður þá þótti mér hlutar 3 og 4 bara leiðinlegir og ég man voða takmarkað út á hvað þeir gengu.
Í hnotskurn þá er act1&2 ágætis skemmtun en 3&4 eru drepleiðinlegir. Að mér leggst sá grunur að bækurnar séu mun betri en myndirnar (sbr. Ghost in the Shell Black Magic M66 og Appleseed myndirnar og bækurnar).