I´m back…..!!!
Allavegna ég fékk dellu í þessa þætti um flakkarann (wanderer) Kenshin Himura. Kendoistinn Kaoru hittir Kenshin í upphafi þáttanna og snýst sagan mest um líf þeirra.
Blóðug fortíð Kenshin hvílir þungt á herðum hans, því hann var The Legendary Manslayer sem að barðist fyrir nýrri ríkisstjórn í Japan á Meji tímanum. Þegar hann komst að því að yfirmenn hans lugu að honum, sór hann að aldrei drepa aftur. Nú á friðar tímum ferðast hann um Japan og notar sverðið sitt til að verja saklaust fólk. Hann hittir Kaoru á ferðum sínum og sest að hjá henni.

Þannig byrjar þetta og smátt og smátt kynnast þau nýjum character´um sem verða stór hluti af þáttunum.
Þetta er saga um svik, ástir, hetjudáð og vináttu. Þetta er vel teiknað og sagan er engri lík…
í þáttunum er rómantík, slapstick húmor og spenna

Ég hvet ykkur endilega til að líta á þessa seríu og ég er viss um að þið verðið ekki vonsvikin.

Rated 15+ for violence risqué humor and alchohol use.

Kv. Mangagirl