Gold Digger Ég fyrst heyrði um þessa seríu þegar ég las Ranma 1/2 og Gold Digger crossover fanfiction sögu.
Ég vissi ekkert um þessa seríu og þessvegna vissi ekki hvort ég ætti að kíkja á þetta.
Svakalega er ég glaður að hafa ákveðið að lesa þetta.
Frá þeim degi fyrir ári hef ég verið Gold Digger freak, jafnvel þótt ég hafði aldrei lesið seríuna.
En þegar ég heyrði að maður getur pantað bækurnar í Nexus þá gerði ég einmitt það, án hikunar.

Nú kemur skemmtilegi parturinn.

Þessi sería fjallar aðallega um tvær ungar stúlkur (20+ ára) sem eru alltaf á allskonar ævintýrum.
Fyrst er það Gina Diggers, dóttir Theo og Júlíu Diggers. Hún er alvit vísindakona sem er alltaf að
leita af allskonar fjársjóðum. Plús það er hún brjáluð út í stráka.
Svo er það systir hennar, Britanny Elin Diggers AKA Cheetah. Hún er það sem kallað er í bókinni Werecheetah
eða Varblettatígur. Út af þessu getur hún gert allskonar flotta fluti. Til dæmis getur hún hlaupið 150 mílur á
klukkustund, og lyft yfir 20 tonn.

Saman lenda þessar stúlkur í svo mikið af brjáluðum ævintýrum og uppákomum að það er fáranlegt.
Þær berjast á móti hryðjuverkamönnum, allskonar galdra gaurum/konum og helling af dauðum skrímslum
t.d. vampírum of beinagrindum.

En ekki halda að þau gera þetta án hjálpar. Pabbi þeirra er svakalega öflugur Aura Mage. Móðir þeirra
gæti rotað Bruce Lee á þrem sekúndum og ein önnur systir þeirra, Brianna Diggers, er Hi-Tech vopna freak.
Þetta og plús helling af öðrum vinum, t.d. Varúlfar, Kryn fólkið, sjáfólk frá Atlantis og svo framvegis…

Samkvæmt Gold Digger eru til þrír heimir í alheminum. Jörðin, Jade og Undirheimar. Undirheimar er eins og segist,
þar sem allt dauða fólkið er. Jade er staður eins og jorðin nema í staðinn fyrir tækni eru galdrar. Ýmindaðu þér
Dungeons & Dragons heiminn.

Éf ég held áfram mun ég spilla allt fyrir ykkur. Það er nefnilega svo rosalega mikið sem hægt er að segja um
Gold Digger. Þetta er nú ein af bestu manga seríum sem ég hef séð. Þá má satt að segja kalla þetta amerískt
manga því höfundurinn er Kani (Fred Perry) og þetta er bara gefið út á ensku í Bandaríkjunum.

Þar sem stendur er til Black&White sería sem er 50 bækur. Og svo er það Color sería sem er með 43 bækur
sem stendur, en meira er á leiðinni.

Farið í Nexus og spyrjið fólkið þar um þetta! Hvort sem þið eruð drengir eða stúlkur þá mæli ég stranglega með þessu!

Ætlaði ég ekki að hætta að tala? allt í lagi, ég geri það.