AniMA (félag í mótun) Haustið 2003 verður formlega stofnað nýtt félag í Menntaskólanum á Akureyri sem mun bera nafnið AniMA, eða Anime í Menntaskólanum á Akureyri. Aðaltilgangurinn með stofnun þessarar félags er einfaldlega að meðlimir komi saman og horfa á anime efni sem einhver meðlimur hefur komið með. Farið verður eftir ákveðinni röð þannig að hver meðlimur komi minnst einu sinni með minnst 60 mín. efni.

Ég hef tekið eftir því hér á Huga að ef það kemur ekki frá Asíu þá er það ekki anime. Í AniMA verður ekki gerð sú krafa að efni hvers og eins sé frá Asíu heldur má það vera hvaðan sem er úr heiminum. Eina krafan er sú að efnið verði skiljanlegt, þannig að ef það er ekki með íslenskt eða enskt tal þá verði það með íslenskan eða enskan texta.

Sumir gætu sagt að ég sé aðeins á undan áætlun með að gera svona tilkynningu ef félagið verði kannski ekki stofnað eða þá að það sé ennþá of langt þar til haustið byrjar, en ég er alveg harðákveðinn í að félagið verði stofnað næsta haust. Málið er að ég er bara of spenntur til að bíða þar til sumarið er á enda.

Fyrir þá sem vilja vita meira um félagið geta farið á pb.pentagon.ms/anima og lesið aðeins meira, skoðað reglur félagsins og eitthvað örlítið meira á síðunni.

Takk fyrir að hafa nennt að lesa svona langt.
Kv. lundi86