Það vill svo til að þau anime stúdíó sem ég held mest upp á unnu þessa þáttaröð í samvinnu en þau eru GAINAX og Production I.G, en hugsanlega var það sú vitneskja sem fékk mig til þess að sýna þessari Míní-Seríu einhvern verulegan áhuga. Það hefur sannað sig í gegnum tíðina að það sem þessi tvö stúdíó koma nálægt er sjaldan svekkjandi. Tveimur dögum seinna var ég búinn að klára að horfa á alla þættina. Þeir eru reyndar ekki margir, en það er ekki oft sem ég gef mér það mikinn tíma til að horfa á anime.
Það er mismunandi hvernig fólk talar um FLCL. Sumir segja að hún sé alveg geðveikt fyndin á meðan aðrir segja að hún sé algjör sýra. Það eru þó fáir sem segja að hún sé leiðinlegt. Þrátt fyrir að vera stutt þáttaröð nær hún að byggja upp sterkar persónur og skemmtilegan söguþráð, og þrátt fyrir alla vitleysu hefur góðan boðskap. Ég veit ekki hvað margir hafa fattað það en kvikmyndin Signs er með nákvæmlega sama boðskap, hann er bara útfærður aðeins öðruvísi.
Þættirnir fjalla um í stuttu máli ungann dreng sem heitir Naota og vinkonu sína Mamimi sem er einnig fyrrverandi kærasta bróðir hans. Samband þeirra er einkum furðulegt en á milli brjálæðiskastanna sem Naota fær þegar Mamimi er að stríða honum þá er eins og það myndist litlir erótískir neistar á milli þeirra. Hverju sem það skiptir þá fer allt á hvolf þegar brjáluð stelpa á vespu kemur á fleygiferð til hans og lemur hann í höfuðið með rafmagnsgítar sem er upptrekkjanlegur eins og sláttur vél. Eftir það er ekkert lengur eins og það sýnist… Ég vill helst ekki segja meira því það myndi bara skemma söguþráðinn.
Eitt sem á líklega eftir að koma mörgum á óvart að þrátt fyrir frekar einfaldan teikni-stíl þá er þetta alveg ótrúlega vel teiknuð sería. Teiknararnir hafa fyllt alla ramma af smáatriðum og það er alveg unaðslegt að horfa á persónurnar hreifa sig, tjá sig og sýna tilfinningar. Það er ekki oft sem hlutirnir eru svona vandaðir, og fyrir gaura eins og mig sem höfðu geðveikt gaman af að horfa á vélmennin berjast í NGE þá er það aleveg unaðslegt að horfa á bardagana í FLCL.
Aðal málið er að þetta er stórskemmtileg þáttaröð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Hún er stútfull af skemmtilegum persónum og frábærum húmor. Þegar það er ekki einkvað skemmtilegt eða fyndið að gerast fær maður að njóta stórfurðulegra pardaga á milli vélmenna, geimvera, grunskóla krakka og ég veit ekki hvað og hvað. Ég mæli með henni fyrir hvern sem er, þó það saki ekki að vera búinn að horfa á smá anime áður svo maður verði ekki alveg ruglaður í hausnum eftir hafa reynt að fylgjast með söguþræðinum.
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*