Í tilefni þess að ég er byrjaður að horfa aftur á Full metal panic! safnið mitt þá vildi ég skrifa nokkur orð um gripinn.
Ég hef nú víst verið gagnrýndur nokkuð mikið hérna á huga um að gefa of mikið upp um söguþráðinn. Ég mótmæli því algjörlega en vil þó taka það fram að þú lest umfjallarnirnar mínar algjörlega á eigin ábyrgð.
Þetta er umfjöllun um myndir og/eða þætti og það væri nú lítið hægt að segja ef ég mætti ekki fjalla lítillega um söguþráðinn.
En ég er kominn langt út fyrir efnið.
Full metal panic er að mínu mati nokkurnskonar blanda af love hina / heavy gear, söguþræði. Með öðrum orðum, stór vélmenni, flottur og nokkuð raunsær söguþráður auk þess að höfundarnir eru ekkert að taka sig of alvarlega eins og þessir vélmennaþættir eru yfirleitt að gera, enda nenni ég þá yfirleitt ekki að horfa á þá.
Aðalpersónur sögunnar eru víst tvær, Kanami Chidori og Sousuke Sagara.
Kanami lítur á yfirborðinu út eins og hver önnur japönsk skólastelpa, nema hvað að það eru alþjóðleg hryðjuverkasamtök á eftir henni þar sem þau telja að hún tilheyri hópi manna með einstaka hæfileika (The whispered)
Sousuke er aftur á móti frá byrjun þáttana mjög óvenjulegur persónuleiki enda hefur hann allt frá því hann var vaninn af bleyjunni verið með byssu nálægt sér. Enda var heimaland hans (ekki japani) í algerri óreiðu, og barðagar tíðir á milli stríðsaðilla. Sousuke hefur nær aldrei frá því hann fæddist þekkt annað en stríð, þjáðningar og dauða og mætti kalla það ótrúlegt að hann sé ekki skemmdari en hann er.
Fyrsti þátturinn byrjar á því að Mithril samtökin (samtök gegn hryðjuverkum) komast að því að hópur hryðjuverkamanna eru að safna öllum þeim aðilum sem þeir telja hafa whispered hæfileikann saman til að gera tilraunir á þeim, og að nýjasta skotmark þeirra sé stúlka að nafni Kanami Chidori. Til að vernda stúlkuna án þess að vekja of margar spurningar þá er “ofurhermaðurinn” og jafnaldri hennar að nafni Sousuke Sagara sendur á staðinn, og látinn sækja um kennslu við skólann hennar til að vernda hana (án hennar vitundar).
Upp frá þessum söguþræði hefst saga sem inniheldur góðann húmor, pantyshots fyrir strákana, ofbeldi a la love hina fyrir stelpurnar auk margra grófra tæklinga á vel meinandi saklausum skólafélögum Kanami og kennurum hennar
Ég hef nú kannski ekki sagt mikið um þættina en ég mæli með þeim fyrir alla sem hafa áhuga á góðu anime. Ég held að fyrsti DVD diskurinn hafi verið að koma út í þessum mánuði í bandaríkjunum og hann er víst skyldukaup fyrir marga fátæka anime aðdáendur þarna úti.