Eftir smá grömsun fann ég falið í hillunni útí horninu Priest Vol 2. Coverið var kúl…… dauft-lituð en vel gerð mynd af manni sem horfði upp í loftið og var umkringdur því sem líktist uppvakningum.
Ég skannaði yfir bókina…… teikningarnar voru frekar óhefðbundnar… en það var kúl, og ég átti eftir að komast að því útaf hverju það var seinna.
En þetta var ekki nógu gott…… Bara vol 2!?! Hvur andskotinn!
Ég vældi í þessum yndislegu aðgreiðslumönnum um að panta nú fyrir mig vol 1 og 3 svo ég gæti keypt þetta og sökt mér í það.
Tveimur vikum seinna kom það og var keypt.
Sagan fór strax að minna mig á eitthvað…… ég var ekki viss hvað en ég hafði séð nákvæmlega sömu “karaktera” einhverstaðar annarstaðar…. Ódauðlegur prestur sem ráfaði um villta vestrið og barðist við uppvakninga og djöfladýrkendur, en ekki af því að hann var góður sjálfur. Hann hafði gert samning við djöfulinn sem býr núna í helmingnum af sálu hans um að öðlast eylíft líf í skiptum fyrir að vinna fyrir hann. Og þá mundi ég það…… Blood.
Tölvuleikurinn Blood eftir Monolith Productions var með svipaða karaktera, umhverfi og sögu. Enda stóð það aftast í 3ju bókinni…. based on the american pc-game Blood by Monolith Prod.
Þetta var helvíti cool, sögupersónurnar eru fínar og allt er vel teiknað. Blóðbað er mikið en það er nóg af söguþræði til að halda manni við efnið.
En aðeins dýpra í söguna sjálfa. Þessi prestur já, Ivan Isaacs var kaþóslkur prestur sem syndgaði á einhvern htyllilegann hátt gegni guði og var því yfirgefinn af honum, þó kom djöfullinn (Belial) og gerði þennan samning við hann. En hann notar prestinn ekki til að berjast gegn guði, heldur öðrum óvini sínum, fallna erkienglinum Temozarela. Temozarela er virkilega öflugur, en liggur í nokkurnskonar dái, fangaður en getur samt talað við fylgjendur sína, cultista sem eru að reyna að koma honum aftur til lífs með því að leggja undir sig 12 helga staði í vestrinu og þarmeð gera honum kleift að sleppa úr prísund sinni. En þar kemur Ivan til sögunnar, byssur á lofti, silfurkúlur og endalaus reiði hans ásamt ódauðleika til að eyðileggja þetta allt fyrir þeim. En Ivan er einnig að berjast við sjálfan sig. Þrátt fyrir að vera peð djöfulsins er hann alltaf að reyna að halda í mannvisku sína…
Aðrir karakterar koma svo inní söguna svosem Lizzy, leiðtoga glæpagengis sem einhvernveginn flækist inní söguna þegar bardagi brýst út um borð í lest…
Þetta er allt í allt eftir mínu áliti mjög fín saga, sérstaklega ef maður hefur spilað Blood eða fílaði Hellsing (Ivan og Alucard eru frekar líkir).
Mín einkunn…….. tjah……
7/10* ?? 8 kannski…..
EvE Online: Karon Wodens