Animatrix – where is it?
Jæja ekki hlægja af mér en mér gengur ekkert að finna efni um animatrix, það litla sem ég hef fundið er á keanuweb.com, ég læt það þó fylgja sem ég veit og vona að einhver geti sagt mér hvort þetta er komið út og annað.
Það er ekkert leyndamál að þeir Wachowski-bræður voru inspired af ýmsum anime myndunum þegar þeir gerðu Matrix , t.d. ef þú horfir á Ghost in the shell sérðu nokkur atriðið sem eru svo lík að þau virðast vera dregin í gegn af filmunum, sem þau eru aðvitað ekki heldur öfugt. Þetta vitum við vegna þess að þeir bræður hafa verið mjög duglegir að segja frá þessu og að mínu mati eiga þeir stóran þátt í núverandi vinsældum anime í bandaríkjunum og evrópu eftil vill líka, ekki það að anime hafi ekki verið nokkuð útbreytt í bandaríkjunum en þið vitið hvað ég á við meina áhugi um ísland jókst þegar Bond james Bond ákvað að smella sér í heldri manna party á íslandi.
Árið 1999 tilkynntu bræðurnir að þeir ætluðu að gera anime-seríu byggða á sögu Matrix. Núna eru þættirnir að ég held komnir út og þetta er allt farið að skýrast, þættirnir eru 10 allt “stand alone” þættir nema fyrstu 2, gerðir af 7 mismunandi anime fyrirtækjum og 8 eða 9 leikstjórum ( directors ), 10-undi þátturinn verður svo sýndur í kvikmyndahúsum. Handritin eru öll skrifuð af Wachowski og fjalla öll um stríðið milli manna og véla sem leiddi til sköpun “matrix”.
Allavega ég ætla að setja upplýsingar um þættina líka.
The Animatrix #1: Second Renaissance Part 1
The Animatrix #2: Second Renaissance Part 2
Writing credits: Andy and Larry Wachowski
Production Design and Animation: Studio 4ºC
Director: Mahiro Maeda
The Animatrix #3: Program
Writing credits: Yoshiaki Kawajiri
Production Design and Animation: Madhouse
Director: Yoshiaki Kawajiri
The Animatrix #4: Kid's Story
Writing credits: Andy and Larry Wachowski
Production Design and Animation: Studio 4ºC
Director: Shinichiro Watanabe
The Animatrix #5: World Record
Writing credits: Yoshiaki Kawajiri
Production Design and Animation: Madhouse
Director: Takeshi Koike
The Animatrix #6: Beyond
Writing credits: Koji Morimoto
Production Design and Animation: Studio 4ºC
Director: Koji Morimoto
The Animatrix #7: Marticulated
Writing credits: Peter Chung
Production Design and Animation: DNA
Director: Peter Chung
The Animatrix #8: Detective Story
Writing credits: Shinichiro Watanabe
Production Design and Animation: Studio 4ºC
Director: Shinichiro Watanabe
The Animatrix #9: The final flight of the Osiris
Writing credits: Andy and Larry Wachowski
Production Design and Animation: Square USA Inc.
Director: Andy Jones
Þetta er sérstaklega spennandi þáttur, að mínu mati hann er tölvuteiknaður af SquareSoft ( Square USA ) af still myndunum sem ég hef séð er þetta geðbilað flott teiknað. Hlakka til
The Animatrix 10 : ??
Veit ekkert um þennan þátt nema að hann er sýndur í bíó-um og Joel Silver er produser.
Sorry að þetta episode dót er eiginlega bara copy/paste ég nennti ekki að þíða einhver þrjú orð fannst það bara tilgangslaust.
Það sem mér finnst mest spennandi við þetta anime er að þetta er svolítið “high profile” anime og á þess vegna einhvern séns á að vera gerið út hér og meira segja að 10 þátturinn komi í bíó!, ekki gera ykkur of miklar vonir þó en þessi anime sería á meiri séns en aðrar
Endilega bæti einhverju info um þetta ég er að skrifa grein um þetta fyrir Hósí Nó Kéres, til að birta í ó-men ( vikulegum fréttarpésa FNV ) og mig vantar einhverjar meiri upplýsingar.
Takk
Atli
Ps. Partur af þessari grein, verður birtur á heimasíðu Hósí Nó Kéres og Ó-men. Auk þess mun ég nota það sem þið segið mér ef ég tel það koma einhverju við.