Sagan fjallar um þessa matglöðu stúlku Miaka sem er að reyna að komast inn í erfiðann skóla ásamt sinni bestu vinkonu Yuui. Enn þegar þær fara inn í lokaða deild á bókasafninu dettur bók(sem er einn galdur í heild sinni) úr hillunni og þegar þær opna hana fara þær inn í bókina og lenda í forn kína. Þær náttúrulega skilja ekkert hvað gengur og á. Sagan heldur áfram þegar Yuui fer aftur úr bókinni enn Miaka verður eftir án þess að vilja það!
Miaka endar með að verða “the priestesss of Suzaku” eða það heitir ríkið sem hún er í.Fuglinn/guðinn sem er sagður vernda ríkið heitir Suzaku og er einskonar Fönix ef svo má segja. Enn höldum áfram: Hún á að safna saman hinum sjö stríðsmönnum Suzaku og svo ákalla Suzaku. Hún fær 3 óskir og á með þeim að bæði bjarga ríkinu og svo að óska sér þess sem hún vill heitast. Margt og Mikið gerist í þessu og er serían blönduð hlátri,grátri,spennu,drömu og hver veit hvað!!! Þetta er MUST SEE sería. ÉG tel mig einfaldlega ekki færa um að útskýra meir því þá gæti ég einfaldlega kjaftað frá einhverju og eyðilagt eftilvill fyrir einhverjum!! Svo byrjið bara að leigja fyrstu myndirnar og ég get sagt ykkur að þið verðir hooked fyrr enn varir.
Fyrsta serían er ca. 16vhs spólur. Seinni sería er aðein 3spólur enn býsna löng fyrir það. Einnig er 3serían að koma út enn hún heitir “Mysterious Play, Einkoden” eða eitthvað líkt. Á hún að fjalla um einhverja skólastúlki sem lendir í suzaku og verður hin nýja priestess sem veldur því að Miaka að ég held byrji að eyðast smám saman úr heiminum!! Hef ég sjálf pantað hana á DVD og er þetta bara það sem ég sá á smá auglýsinga broti. Hún getur kannski fjallað um eitthvað allt annað!
Endilega ef það er eitthvað sem þið vitið um þessa seríur sem þið haldið að ætti að koma fyrir endilega segið okkur hinum.
ég þakka fyrir mig og vona að þessi grein mín fái fleirri til að uppgötva Fushugi Yuugi seríurnar sem hægt er að leigja á nexus.
kv. Cilitra Mist
http://www.myplace.at/Cilitra
cilitra.com